Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Page 177

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Page 177
Ársskýrslur andi hefði Eysteinn orðið 90 ára og er ætlunin að minnast þess á Djúpavogi. Á haustmánuðum hefst undirbúningur að uppsetningu Ríkarðssafns sem á að opna sumarið 1997. Gerð verður skrá yfir verk hans og áhöld á heimili hans og vinnustofu á Grundarstíg 15 í Reykjavík, og valin úr verk til sýningar í Löngubúð, en flutningur safngripa hefst þegar húsnæðið verður tilbúið. Jafnframt uppsetningu Ríkarðssafns þarf að huga að öðrum söfnum í Berufirði. Á Teigarhomi er safnvísir í eigu Þjóðminjasafns íslands og safn er í Berufirði, í einkaeign. Þá er ekki fundinn staður fyrir verslunarminjar sem til eru á staðnum svo sem verslunarbækur, sem nú eru í geymslu á Þjóðskjalasafni. Safnamál í Berufirði eru að verða umfangsmikil og á næstu árum kann að þurfa að ráða sérstakan safnvörð þar. Mikilvægur áfangi Mikilvægum áfanga var náð í júní í sumar, þegar gengið var frá samningi milli þjóðminjaráðs og Sam- bands sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi um embætti minjavarðar á Austurlandi. Samningurinn felur í ser að Þjóðminjasafn Islands greiðir launakostnað vegna minjavarðar að fullu og er litið svo á að minja- vörðurinn sé starfsmaður safnsins. SSA leggur til starfsaðstöðu fyrir embættið. Samningurinn er gerður til fimm ára í senn. Þar með er kominn fyrsti landshlutaminjavörðurinn, sam- kvæmt þjóðminjalögum frá 1989. Með þessu er embætti minjavarðar á Austurlandi fest í sessi, og í samningnum felst viðurkenning á starfi því sem unnið hefur verið á vettvangi Safnastofnunar Austurlands, en stofnunin tekur við þessu em- bætti hér á Austurlandi. Unnið hefur verið að því að koma á embætti þessu síðan ný þjóðminjalög komu 1989 og hafa margir lagst á árar með Safnastofnun og SSA í því máli. Embættinu fylgir starfslýsing sem hér fer á eftir: Starfslýsing minjavarðar Austurlands Minjavörður Austurlands skal bera ábyrgð gagnvart þjóðminjaverði og þjóðminjaráði. Hann skal leit- ast við að hafa sem best samband við þjóðminjavörð og aðra starfsmenn Þjóðminjasafns, allt eftir því sem um er að ræða hverju sinni. Hlutverk minjavarðar er alhliða minjavarsla á minjasvæðinu, sem er Austurland frá og með Norður- Múlasýslu til og með Austur-Skaftafellssýslu. I starfinu felst umsjón með þjóðminjum á svæðinu yfirleitt og varðveisla þeirra. Þar undir fellur um- sjon og eftirlit með friðlýstum stöðum og öðrum fornleifum sem falla undir þjóðminjalög, merking þeirra °g eftirlit með að eigi sé spillt. Minjavörður hefur umsjón með og annast eftir því sem ástæður leyfa fomleifaskráningu á svæðinu, genr tillögur um friðlýsingu fornleifa, gerir eða sér um minni háttar fornleifarannsóknir, einkum þar sem mmjar koma óvænt í dagsljósið og þarf að bregðast við um rannsókn eða björgun, en um allar slíkar að- gerðir fer eftir ákvæðum þjóðminjalaga. Minjavörður skal hafa náið samband við skipulagsyfirvöld á hverjum stað. Hann sér um fornleifaþátt umhverfismats og er til ráðuneytis um meðferð og umgengni við friðaðar fornleifar og við skipulagningu hyggðar í dreifbýli og þéttbýli. A sama hátt skal hann hafa náið samband við ferðamálayfirvöld svæðisins hvað snertir fornleifar og aðrar menningarminjar og umgengni ferðamanna við þær. 175
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.