Þjóðmál - 01.09.2014, Page 4

Þjóðmál - 01.09.2014, Page 4
Ritstjóraspjall Haust 2014 _____________ A llt er í heiminum hverfult, eins og þar stendur . En er heimurinn á hverfanda hveli? Af fréttum fjölmiðla mætti stundum ætla það . Hvar vetna blasa við að því er virðast óleys anleg vandamál . Í Mið-Austurlöndum rík ir fullkomið öng þveiti og sífellt meiri ógn stafar af íslömskum víga- og öfga- mönn um . Samskipti Vesturlanda og Rúss lands minna orðið á kalda stríðið og Pútín Rússlands forseti fer sínu fram rétt eins og leiðtogar Sovét ríkj anna forðum daga . Evrópu sam bandið riðar til falls og efna hags leg stöðnun ríkir í flestum ESB- löndum . Enginn endir virðist á ógæfu margra Afríkuríkja og annað hvert Suður- Ameríkuríki er ýmist gjald þrota eða á valdi glæpalýðs . Bandaríkin hafa veikst mjög efnahagslega og veita ekki lengur nauð synlega forystu á alþjóða vettvangi . Flest ríki heims eru skuld ug upp í rjáfur og standa ekki undir of vöxnu ríkis kerfi . Mikið og langvarandi atvinnu leysi ógnar sam félagsuppbyggingu víða um lönd og misskipting auðs veldur djúp stæðri óánægju . Alþjóðasamtök sýnast flest van- burða og spillt og heltekin af pólitískum rétt trúnaði . Traust á stjórnmála mönnum hefur hvarvetna dalað . Okkur finnst að heimurinn eigi að vera svo miklu betri . Það á að ríkja friður og allir eiga að hafa það gott, geta fundið hæfileikum sínum stað og notið lífsins . Þess vegna er heimsmynd okkar jafn svört og raun ber vitni . En þessi dökka mynd segir ekki alla sög- una . Þrátt fyrir allt er staðreyndin nefnilega sú að það hefur aldrei verið betra að vera til . Á það jafnt við um heilsufar, lífs líkur, menntun, velmegun og tæki færi til lífs- fyllingar . Þrátt fyrir tvöföldun mannkyns á síðustu hálfri öld er óhætt að full yrða að við búum á frjálsasta, um burðar lynd asta, heil- brigðasta, ríkasta, frið samasta og örugg asta tímaskeiði mann kynssögunnar . Af hverju viljum ekki kannast við allt það sem jákvætt er í sama mæli og það sem aflaga hefur farið? Það er vegna þess að hugmyndir okkar um samfélagið, samskipti manna og þjóða, von ir okkar og væntingar, byggjast ekki leng ur á nátt úru legum raun veruleika heldur á ósk hyggju alþjóðlegra mann rétt- inda sátt mála og af sprengjum þeirra . Hvað sem tækni og framförum líður erum við órofa hluti af náttúrunni . Og í ríki náttúrunnar er viðvar andi öryggis leysi, ógn, misskipting og óréttlæti af ýmsu tagi . Hamfarir eru jafn „eðlilegur“ þáttur hins náttúrulega lífs og sól í heiði . Sama á auð- vitað við um mannlífið, hvað sem öllum kennisetningum líður, — áföll, sjúk dómar, vonbrigði og mistök eru jafn „eðli legur“ hluti mann lífsins og það sem já kvætt má kallast . Stundum væri okkur hollt að hafa það hugfast . Þjóðmál haust 2014 3

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.