Þjóðmál - 01.09.2014, Síða 10

Þjóðmál - 01.09.2014, Síða 10
 Þjóðmál haust 2014 9 forstjóra . Sævar Freyr sagðist hafa þekkingu á síma- og fjarskiptamálum . Hlutverk hans er að gera 365 gildandi á því sviði . Mánuði eftir að Kristín varð útgefandi, mánu daginn 25 . ágúst 2014, var Mikael Torfa son rekinn úr stóli aðalritstjóra 365 . Mika el varð ritstjóri 5 . mars 2013 en nú tók Kristín skyndilega við af honum . Dag inn eftir birtist leiðari í Fréttablaðinu eftir Ólaf Þ . Stephensen ritstjóra um að eigendur fjölmiðla beittu ýmsum ráðum til að hlutast til um ritstjórn þeirra . Þennan sama dag tilkynnti lögmaður Ólafs forstjóra 365 miðla að ritstjórinn liti svo á að ráðningarsamningi hans við fyrirtækið hefði verið rift og hann væri óbundinn af honum . Boð um breytt starf hjá fyrirtækinu, sem átti að fylgja ritstjóratitill, hefði engu að síður falið í sér verulega breytingu á verkefnum, starfsskyldum og ábyrgð . Ráðning tveggja nýrra ritstjóra fæli það sama í sér . Ritstjóri við hlið Kristínar varð Sigurjón Magnús Egils son sem lengi hefur verið viðloðandi miðla gamla Baugsveldisins og marga fjöruna sopið vegna þjónustu sinnar við Jón Ásgeir . Að kvöldi þriðjudags 26 . ágúst 2014 kom hópur fólks af ritstjórn og öðrum deildum 365 miðla ehf . saman við heimili Ólafs Þ . Stephensens, þar las Mikael Torfason leiðara Ólafs um frelsi ritstjórna gagnvart eigendum fjölmiðla og Ólafi var færður blómvöndur en hann hafði gegnt starfi ritstjóra frá 24 . febrúar 2010 . Enginn þeirra sem átti aðild að þessari skyndilegu uppstokkun á ritstjórn 365 miðla gaf neina skýringu á því hvað leiddi til henn- ar . Hún birtist hins vegar á vefsíðu Við skipta­ blaðsins þriðjudaginn 26 . ágúst . Þar segir: „Málið snerist um frétt úr Fréttablaðinu sem birtist á miðvikudag [20 . ágúst] um það að söngvarinn Geir Ólafs hafi boðið sjón varps kokkinum Guðrúnu Veigu Guð- mundsdóttur út að borða . Guðrún stýrir mat reiðslu þættinum Nenni ekki að elda og er hann sýndur á sjónvarpsstöðinni iSTV . Frétt in birtist á Vísi.is eins og aðrar fréttir úr Frétta blaðinu og var hún á netmiðlinum fram að kvöldmatarleyti sama dag . Heim- ildir Viðskiptablaðsins herma að Kristín [Þor- steinsdóttir] hafi hins vegar fengið því fram- gengt að blaðamaður á Vísi.is tæki fréttina úr birtingu þar sem hún var talin fjalla á jákvæðan hátt um samkeppnisaðila 365 . Frétta menn tóku eftir því síðar um kvöldið að fréttin hafði verið fjarlægð og birtu hana aftur eina mínútu yfir miðnætti 20 . ágúst, þ .e . aðfaranótt fimmtudags . Þeir Mikael og Ólafur funduðu með Kristínu um málið á fimmtudag í síðustu viku [21 . ágúst] til að ræða um málið en af- skipti Kristínar af fréttaflutningi Vísis voru talin brjóta í bága við ritstjórnarreglur 365 .“ Eftir áralöng afskipti Jóns Ásgeirs Jó- hannessonar og handlangara hans af frétta- miðlun innan fjölmiðlaveldis hans má með sanni segja að þarna hafi lítil þúfa velt þungu hlassi . Eigendurnir gleðjast . Nú sitja á ritstjórastóli einstaklingar sem fara að óskum þeirra í einu og öllu . Hin opinbera skýring af hálfu 365 er að með breytingunum eigi að auka hlut kvenna við ritstjórn . Hér skal ekki spáð fyrir um lyktir þessa þáttar lekamáls- ins . Hanna Birna sagði í yfir lýs ingu sinni að á næstu misserum mundi hún taka „persónulega ákvörð un um það með mínum nánustu hvort stjórnmálin eru minn framtíðar- staður eða hvort baráttan fyrir betra samfélagi verði betur háð utan kerfisins en innan þess“ .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.