Þjóðmál - 01.09.2014, Side 14
Þjóðmál haust 2014 13
Ég get ekki gert að því að mér fannst
suma hina dómarana stundum skorta
þennan skilning á mikilvægi málanna fyrir
málsaðilana . Stundum var jafnvel eins og
þeir teldu þetta vera frekar eins og ritgerðar-
æfingu, þar sem verkefnið væri að setja
punkta og greinaskil á rétta staði . Mér þótti
síðan annað mjög óþægilegt, þ .e . ef mér
fannst það hafa áhrif á afgreiðslu málanna
hver málsaðilinn, eða jafnvel málflytjandi
hans, var . Ég get ekki fullyrt að slík atriði
hafi skipt máli en velti þó fyrir mér hvort
hvaða lögmaður sem er hefði fengið
synjun á rétti sínum til að kæra sérstaklega
réttarfarssekt sem honum var gert að greiða
í dómsorðum héraðsdómsins, eins og Jón
Egilsson hrl . fékk í Hæstarétti 12 . mars 2012
í máli nr . 103/2012 . Ég skilaði sératkvæði
og taldi að honum hefði verið kæran
heimil . Meirihlutinn vísaði í sínum dómi
til sambærilegrar synjunar sem Róbert Árni
Hreiðarsson héraðsdómslögmaður fékk
1997 (H . 1997 .2192) en um það fordæmi
og þýðingu þess ræði ég í sératkvæði mínu .*
Allir sem til þekkja ættu að vita að þessir
tveir lögmenn nutu ekki sérstakrar góðvildar
É g get ekki gert að því að mér fannst suma hina dóm arana
stundum skorta . . . skilning á mikil-
vægi málanna fyrir málsaðilana .
Stundum var jafnvel eins og þeir
teldu þetta vera frekar eins og
ritgerðaræfingu, þar sem verkefnið
væri að setja punkta og greinarskil
á rétta staði . Mér þótti síðan annað
mjög óþægilegt, þ .e . ef mér fannst
það hafa áhrif á afgreiðslu málanna
hver málsaðilinn, eða jafnvel
málflytjandi hans, var .
* Í sératkvæðinu eru færð rök fyrir því að form á
ákvörðun héraðsdómara um réttarfarssekt sé hið
sama og á frávísun máls að hluta . Báðar þessar
ákvarðanir sé unnt að taka með sérstökum úrskurði,
sem þá sæti kæru til Hæstaréttar . Einnig sé heimilt að
taka þær í dómi, þar sem dæmt er um önnur atriði
máls að efni til . Löng dómaframkvæmd sé fyrir því
að frávísun að hluta, sem kveðið er á um í dómi, sæti
allt að einu kæru en ekki áfrýjun . Hafi reyndar verið
talið óheimilt að endurskoða frávísunarþáttinn við
meðferð á meginmálinu sem áfrýjað hafi verið . Hið
sama hljóti að gilda um réttarfarssekt . Í sératkvæðinu
segir síðan svo:
„Augljós rök eru fyrir því að nýta megi kæruheim-
ild til að krefjast endurskoðunar á ákvæði dóms um
frávísun að hluta og um réttarfarssekt eins og um
ræðir í þessu máli . Þetta eru úrlausnarefni sem héraðs-
dómara er af hagkvæmnisástæðum heimilað að kveða
á um í dómsúrlausn sinni þó að meginreglan megi
teljast sú að kveða skuli upp sérstakan úrskurð . Þegar
143 . gr . laga nr . 91/1991 kveður svo á að úrskurðir
um hin upptöldu úrlausnarefni sæti kæru er ekki
verið að banna kæru í tilvikum þegar annað form en
úrskurður er samkvæmt sérstakri heimild í lögunum
sjálfum haft á ákvörðun um þessi efni . Ef svo yrði
talið myndi héraðsdómari geta með vali á formi
ákvörðunar ráðið rétti til kæru, og gæti þetta jafnvel í
sumum tilvikum valdið því að réttur þess sem í hlut
á til að krefjast endurskoðunar með mál skoti væri
af honum hafður . Engin efni eru til að túlka þessar
lagareglur á þennan hátt .
Það er rétt sem segir í atkvæði meirihlutans, að í
dómi Hæstaréttar á bls . 2192 í dómasafni réttarins
árið 1997 var í þriggja manna dómi komist að þeirri
niðurstöðu að ekki væri heimilt að kæra ákvæði í
dómi um réttarfarssekt . Þessi dómur er að mínu mati
rangur og raunar svo sem rakið var í beinni efnislegri
andstöðu við réttarframkvæmd um algerlega hliðstætt
efni þar sem er frávísun máls að hluta . Dómar sem
þrír hæstaréttardómarar standa að geta ekki talist hafa
mikið fordæmisgildi, síst af öllu eftir að rétturinn
hefur verið skipaður fjórfalt fleiri dómurum svo sem
nú er . Fordæmisgildi dóma getur þar fyrir utan ekki
gengið svo langt, að hafi einu sinni verið kveðinn upp
rangur dómur sé upp frá því skylt að kveða upp ranga
dóma um hliðstæð úrlausnarefni .“
Lesendum sem vilja kynna sér þetta frekar er bent
á dómasafn Hæstaréttar .
______________________________