Þjóðmál - 01.09.2014, Síða 16

Þjóðmál - 01.09.2014, Síða 16
 Þjóðmál haust 2014 15 Úr 16 . kafla Ýtt til hliðar — Kosning forseta réttarins Um marga áratuga skeið hafði ríkt það skipulag við kjör forseta Hæstaréttar að dómarar skiptust á um að gegna því starfi tvö ár í senn . Gengu menn til þess í ákveðinni röð eftir starfsaldri, þó þannig að sá sem lét af starfi sem forseti gekk þá inn í röðina og varð á undan þeim sem nýskipaðir voru eftir það . Varaforseti var jafnan kjörinn sá sem skyldi taka við starfi forseta tveimur árum síðar . Árin 2010–11 var Ingibjörg Bene dikts - dóttir forseti og Garðar Gíslason vara- forseti . Næstur á eftir honum í röðinni átti að koma Ólafur Börkur Þorvaldsson og síðan sá sem hér skrifar . Fyrir lá þegar Ingi björg og Garðar voru kosin, að Garðar myndi ekki geta tekið við forsetastólnum af henni frá ársbyrjun 2012, þar sem hann varð að víkja úr embætti við sjötugsaldur í október sama ár . Hefði því auðvitað verið eðlilegt að kjósa Ólaf Börk í embætti varaforseta fyrir árin 2010–11, þar sem sýnt var að hann ætti að taka við forsæti réttarins 2012 en varaforsetatíminn er eins konar undirbúningstími fyrir forsetastarfið, eftir því fyrirkomulagi sem ríkti . Þetta hefur dómaraelítunni ekki þótt fögur framtíðarsýn . Að svo stöddu var þó aðeins tekin sú ákvörðun að kjósa Garðar í embætti varaforseta þessi tvö ár og því skotið á frest að ákveða til hvaða aðgerða þyrfti að grípa til að koma í veg fyrir að Ólafur Börkur tæki við forsetastarfi í ársbyrjun 2012, svo að ekki sé nú talað um þau hræðilegu ósköp að sá sem hér skrifar yrði þá varaforseti og loks forseti tveimur árum síðar . Alltaf leggst mönnum eitthvað til . Á árinu 2011 barst réttinum til umsagnar frumvarp til laga um fjölgun héraðsdómara . Var nú ekki tilvalið að nota tækifærið til að leggja til breytingu á fyrirkomulaginu við val á forseta Hæstaréttar svo að hindra mætti þau ódæmi sem framundan voru? Það var gert . Gamli skólafélagi minn, samkennari og vinur, Árni Kolbeinsson, var látinn flytja tillögu um breytinguna, sem hljóðaði um að kjósa skyldi forseta til fimm ára í senn og varaforseta til jafnlangs tíma . Sjálfum hafði mér lengi þótt þetta erfðafyrirkomulag á forsetaembættinu, sem gilt hafði í marga áratugi, kjánalegt og reyndar áreiðanlega ekki skynsamlegt út frá sjónarmiðum um markvissa stjórnun . Þó að ég vissi vel af hvaða hvötum tillaga Árna var flutt, ákvað ég að styðja hana . Til þess var aðeins ein ástæða . Þeir blessuðu menn, sem fyrir kaldhæðni örlaganna höfðu orðið samstarfsmenn mínir um nokkurra ára skeið, skyldu ekki geta komið mér til að breyta gegn sannfæringu minni um hvað væri almennt séð besta fyrirkomulagið við val á forseta réttarins . Það myndi ég ekki láta eftir þeim . Frumvarp með þessari breytingu var síðan að tillögu Hæstaréttar samþykkt á Alþingi með lögum nr . 12/2011 . Þ ó að ég vissi vel af hvaða hvötum tillaga Árna var flutt, ákvað ég að styðja hana . Til þess var aðeins ein ástæða . Þeir blessuðu menn, sem fyrir kald hæðni örlag- anna höfðu orðið samstarfs menn mínir um nokkurra ára skeið, skyldu ekki geta komið mér til að breyta gegn sannfæringu minni um hvað væri almennt séð besta fyrirkomulagið við val á forseta réttarins . Það myndi ég ekki láta eftir þeim .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.