Þjóðmál - 01.09.2014, Page 17

Þjóðmál - 01.09.2014, Page 17
16 Þjóðmál haust 2014 Síðan leið nær árslokum 2011 þannig að kjósa þurfti forseta og varaforseta til fimm ára . Þá sendi ég hinn 3 . nóvember 2011 tölvupóst til allra hinna dómaranna svohljóðandi: Ágætu samdómarar . Nú líður að því að kjósa þurfi forseta Hæstaréttar til næstu fimm ára 2012 til 2016 . Mér finnst nauðsynlegt að dómarar skiptist á skoðunum um málið, áður en til kosningar kemur . Telja menn til dæmis breytinga þörf á stjórnsýslu hér innanhúss og meðferð annarra mála sem undir forseta heyra frá því sem tíðkast hefur undanfarin ár og jafnvel áratugi? Hverjar væru þá hugmyndir manna um það? Eða er kannski best að breyta sem minnstu? Þá þarf einnig að huga að því hverjir í dómarahópnum séu fúsir til að gefa kost á sér til embættis forseta . Sækjast kannski einhverjir eftir þessu? Kannski væri réttast að haldinn yrði óformlegur fundur þar sem hægt væri að ræða þetta þannig að allir taki þátt . Hvað segið þið um þetta? Ég fékk svar frá einum dómara, Ólafi Berki Þorvaldssyni, en ekkert frá neinum hinna . Ég sendi því ítrekun með sama texta 15 . nóvember . Það breytti engu . Enginn þeirra virti mig svars . Hvílíkir samstarfsmenn! Þegar mætt var til fundarins, sem átti að taka ákvörðun um þetta, hafði hún þegar verið tekin . Ljóst var að lokið var samráði og niðurstaða lá fyrir . Þar höfðu aðeins útvaldir dómarar tekið þátt . Mér hafði svo sem dottið í hug að Mark ús Sigurbjörnsson myndi sækjast eftir forseta- embættinu, einkum vegna þess að hann hefur sótt í völd og áhrif, ekki einungis í Hæstarétti heldur í dómskerfinu almennt, eins og ég gat um fyrr . Ég mundi hins vegar eftir samtali við hann frá tímanum áður en ég varð sjálfur dómari og við vorum í ágætu talsambandi . Þá hafði hann sagt mér að þessi stjórnunarstörf í réttinum væru hvimleið og íþyngjandi . Kvaðst hann vilja vera sem mest laus við þau . Þetta hafði núna greinilega breyst, því hann lét hina kjósa sig til forsætis og Viðar Má Matthíasson varaforseta til fimm ára . Hinir dómararnir gerðu auðvitað það sem þeim var sagt . Mig minnir að við Ólafur Börkur sætum hjá . Úr 18 . kafla Í lokin Til hvers er ég að skrifa þessa bók? Svarið við þessari spurningu liggur í fyrsta lagi í því að mér finnst ævi mín frásagnarverð . Ég held jafnvel og vona að eitthvað megi af henni læra . Ég varð reyndar svolítið undrandi, þegar ég fór að grufla í gömlum skjölum og úrklippum úr blöðum og öðru efni sem ég hef haldið til haga um ævi mína . Margt hefur á dagana drifið, jafnvel mun meira en ég hafði í huga þegar ég byrjaði skrifin vorið 2013 . Einnig hefur síðasti kaflinn í lífshlaupinu orðið mér innblástur til að skrifa . Þar á É g fékk svar frá einum dómara, Ólafi Berki Þorvalds syni, en ekkert frá neinum hinna . . . Enginn þeirra virti mig svars . Hvílíkir sam- starfsmenn! Þegar mætt var til fundarins, sem átti að taka ákvörðun um þetta, hafði hún þegar verið tekin . Ljóst var að lokið var samráði og niðurstaða lá fyrir . Þar höfðu aðeins útvaldir dómarar tekið þátt .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.