Þjóðmál - 01.09.2014, Side 23

Þjóðmál - 01.09.2014, Side 23
22 Þjóðmál haust 2014 frá Bretlandi . Sömuleiðis að símasamband verði bráðlega slitið við Ísland og verslunar- samband hætti .“18 Fæstir bjuggust við því að átökin teygðu anga sína hingað enda var Ísland að mestu utan sjónmáls stórveldanna, ólíkt því sem síðar varð . Það var ótti við siglingateppu og skort á nauðsynjum, eldsneyti og mat- vælum, sem greip fólk . „Og nú verða nokkrir skothvellir í fleiri hundruð mílna fjarlægð þess valdandi, að menn sjá fram á bjargarskort, ef ekki hungursneyð .“ Þannig var skrifað í Ísafjarðarblaðið Vestra snemma í ágúst .19 Ummæli í þessum dúr má víða finna í blöðum . Margir sáu þann kost vænstan að birgja sig upp af matvælum og kolum . Sumar verslanir „gersópuðust að nauðsynjavör- um“ eins og það var orðað .20 Hrakspár um siglingateppu rættust þó ekki og ótti við hallæri og hungur hvarf að mestu, um sinn . Nú kom sér vel að Íslendingar stigu um þetta leyti stór skref í þá átt að annast sjálfir siglingar til annarra landa . Eimskipafélag Íslands var stofnað í ársbyrjun 1914 og Gullfoss, flaggskip félagsins, sigldi í fyrsta sinn inn á Reykjavíkurhöfn 15 . apríl 1915 . Þetta yndislega heimsstríð A llt frá því um 1890 hafði hagur ís lensku þjóðarinnar batnað jafnt og þétt . Aldarfjórðungurinn fyrir stríð var upp gangs- tími og einkenndist af bjartsýni og fram- farahug . Utanlandsviðskipti blómstr uðu en verslun við aðrar þjóðir hafði verið gefin frjáls árið 1855 . Hvorki toll múrar né ríkis einok un hindruðu kaup menn í að selja áfengi, erlenda eðalosta né annan inn fluttan varning . Hafi frjálshyggja einhvern tíma ríkt á Íslandi þá var það á árunum fyrir Norðurálfu ófriðinn . Þrátt fyrir að helm ingur þjóðarinnar byggi enn í torf bæjum var svo komið árið 1910 að Íslend ingar fengu fleiri hitaein ingar úr kornvöru og öðrum innfluttum mat vælum en íslenskum mat .21 Ófriðurinn batt enda á hið langa hag- vaxtar tímabil . Landsframleiðsla dróst saman öll stríðsárin og samdráttarskeiðinu lauk ekki fyrr en snemma á þriðja ára tugnum . Því hafa sagnfræðingar talað um „haglægðina löngu“ .22 Samdrátturinn var meiri en í kreppunni miklu á fjórða áratugn um sem í hugum margra er mestu efna hags erfiðleikar á Íslandi á 20 . öld . Fyrstu ófriðarárin voru Íslendingum þó að sumu leyti hagstæð . „Í atvinnurekstri og verslun er árið 1915 mesta veltiár, sem yfir Ísland hefur komið,“ fullyrti glöggur maður í ársbyrjun 1916 þegar hann leit um öxl yfir liðið ár .23 Og mörgum eru áreið an- lega minnisstæð orð Bjarts í Sumar hús um í Sjálfstæðu fólki um „þetta yndislega heims- stríð, sem guð gefi að við fáum sem skjót leg- ast aftur annað slíkt“ .24 Líkt og aðrir fram- leiðendur til sjávar og sveita naut Bjart ur góðs af hækkandi verði á útflutn ingsvör um Íslendinga . Viðskiptakjör þjóð ar innar bötn- uðu . Við það bættust góð afla brögð . Ófriðurinn batt enda á hið langa hag vaxtar tímabil [frá 1890] . Landsframleiðsla dróst saman öll stríðsárin og samdráttarskeiðinu lauk ekki fyrr en snemma á þriðja ára tugn um . Því hafa sagnfræðingar talað um „haglægðina löngu“ . Sam drátturinn var meiri en í kreppunni miklu á fjórða áratugn um sem í hugum margra er mestu efna hags erfiðleikar á Íslandi á 20 . öld .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.