Þjóðmál - 01.09.2014, Side 28

Þjóðmál - 01.09.2014, Side 28
 Þjóðmál haust 2014 27 Tilgangur RNH er að rannsaka, hvað örvi og hindri nýsköpun og hagvöxt. Í rannsóknum stofnunarinnar er sérstaklega beint sjónum að því, hvernig menn geti með sjálfsprottinni samvinnu, viðskiptum í stað valdboðs, fullnægt þörfum sínum og bætt kjörin. Fjögur helstu rannsóknarsvið stofnunarinnar eru: skattar og tekjudreifing, auðlindanýting og umhverfisvernd, nýsköpun og framkvæmdamenn, minningin um fórnarlömbin. Rannsóknarráð: Dr. Ragnar Árnason prófessor formaður, dr. Birgir Þór Runólfsson dósent og dr. Hannes H. Gissurarson prófessor. Árin 2012–2013 hélt RNH fjórar alþjóðlegar ráðstefnur, tvær um skipulag fiskveiða, eina um bankahrunið og eina um Evrópu fórnarlambanna. Setrið hefur einnig boðið fjölda virtra erlendra fyrirlesara til landsins, þar á meðal prófessor Stéphane Courtois, dr. Matt Ridley, rithöfundinum John O’Sullivan, prófessor Bent Jensen og Önnu Funder, höfundi Stasilands. RNH studdi útgáfu skáldverka Ayns Rands á íslensku. 2011 kom út Uppsprettan, 2012 Undirstaðan og 2013 Kíra Argúnova. Í tengslum við það héldu dr. Tom Palmer, prófessor Douglas Rasmussen og dr. Yaron Brook fyrirlestra um ýmsar hliðar einstaklingshyggju Rands. Upplýsingar um viðburði eru á heimasíðu RNH: www.rnh.is RNH er í samstarfi við ýmsa aðila, m. a. Atlas Network í Washington-borg, AECR, Evrópusamtök íhaldsmanna og umbótasinna, í Brussel og Evrópuvettvang um minningu og samvisku í Prag. Rannsóknarsetur um nýsköpun og hagvöxt

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.