Þjóðmál - 01.09.2014, Qupperneq 39

Þjóðmál - 01.09.2014, Qupperneq 39
38 Þjóðmál haust 2014 Halliday, að skotum hafi verið hleypt af á stangli, en þetta var ekki orrusta . Hún átti sér aldrei stað . Kínversk-japanska stríðið 1937–1945 Sjötta athugasemdin er komin frá Gregor Benton og Steve Tsang . Hún er um kveikjuna að átökum Japana og Kínverja í Suður-Kína 1937, en með þeim breyttust skærur áranna á undan í fullkomið stríð . Chang og Halliday halda því fram, að einn herforingi þjóðernissinna, Zhang Zizhong, hafi verið flugumaður kommúnista . Það hafi hentað Stalín að beina athygli Japana sem fyrst að Suður-Kína, svo að þeir losuðu herafla frá Norður-Kína, þar sem þeir voru óþægilega nálægt landamærum Ráðstjórnarríkjanna . Zhang, sem var svæðisstjóri í Shanghai, hefði því sett á svið árás japanskra hermanna á kínverska og síðan gert gagnárás, og japanski herinn brugðist óðar við með því að senda her til Suður-Kína . Ein af heimildum Changs og Hallidays er sjálfsævisaga Zhangs, þar sem hann sagðist hafa gerst kommúnisti ungur, en sér hefði verið skipað að leynast í röðum þjóðernissinna . Höfundar hafa síðan ýmsar heimildir um hernaðaráætlanir Japana í Kína, þar á meðal samtal við einn bróður Hirohitos keisara . Gegn þessu segir Geir, að Japanir hafi frá öndverðu ætlað sér að leggja undir sig allt (eða mestallt) Kína, svo að það hafi aðeins verið „tímaspursmál“, hvenær þeir létu til skarar skríða í Suður-Kína .19 En með þessu hrekur hann ekki tilgátu þeirra Changs og Hallidays: Í stríði veltur margt einmitt á tíma . Ljóst var, að Japanir hygðust leggja undir sig Kína eða breyta því í áhrifasvæði sitt . Stalín mátti hins vegar ekki til þess hugsa, að mikill herafli frá honum yrði árum saman bundinn í Síberíu andspænis miklum herafla Japana . Það var honum í hag, að átökin færðust suður á bóginn . Sjöunda athugasemd Geirs er, að það sé rangt, sem þau Chang og Halliday haldi A ðalumkvörtunarefnið er þó, að Chang og Halliday leyna því hvergi, hversu óvinveitt þau eru Maó . Þess vegna er fróð legt að skoða, hvernig stríðs glæpa- dóm stóllinn í Nürnberg hefði farið með mál Maós . Dómstóllinn skil greindi í fyrsta lagi glæpi gegn friðnum, „skipulagningu, undir- búning, upphaf eða rekstur árásar stríðs“ . . . . Í öðru lagi voru skilgreindir stríðsglæpir, „brot á lögum eða venjum um stríð . Slík brot geta falið í sér, en takmarkast ekki við, morð, illa meðferð eða brott flutning óbreyttra borgara á her numdu svæði í þrælkunarbúðir eða í öðrum tilgangi“ . . . . Í þriðja lagi voru skilgreindir glæpir gegn mannkyni: „Morð, útrýming, þrælk- un, nauðungarflutningar og annars konar ómannlegur verkn aður gegn óbreyttum borgum á undan eða í stríði eða ofsóknir af stjórn mála- ástæðum, vegna kynþáttar eða trúar .“ Maó var sekur um þetta allt, þjóðar morð í Tíbet, fjölda morð í Kína sjálfu, þrælkun og nauðungar- flutninga, ofsóknir af stjórnmála- ástæðum og hungurmorð af ásettu ráði .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.