Þjóðmál - 01.09.2014, Síða 40

Þjóðmál - 01.09.2014, Síða 40
 Þjóðmál haust 2014 39 fram, að Maó hafi haft meiri áhuga á að sigra þjóðernissinna en Japani, enda hafi oft slegið í brýnu með herjum kommúnista og Japana í norðurhluta Kína .20 Hér er sami gallinn á rökfærslunni og í sjöttu athugasemd, að ályktunina leiðir ekki af forsendunni . Það getur hvort tveggja verið rétt, að Maó hafi forðast eftir megni að berjast við Japani og að oft hafi slegið í brýnu með kommúnistum og japanska hernum í Norður-Kína . Nægar heimildir eru líka til um það, og nefna þau Chang og Halliday ýmsar þeirra, að kommúnistar voru aðallega með hugann við, hver tæki við stjórn í Kína eftir ósigur Japana . Ættu sagnfræðingar að vera vinveittir Hitler? Geir Sigurðsson gerir örfáar athuga-semdir aðrar, miklu smávægilegri . En allar þessar athugasemdir nægja síður en svo til að rökstyðja þá niðurstöðu hans, að fyrir þá, sem fýsi „að öðlast skýrari og fyllri mynd af uppgangi, stjórnartíð og áhrifum kommúnismans í Kína — og þætti Mao Zedongs í því margbrotna ferli“ hafi „Sagan óþekkta fátt til brunns að bera“ . Í fyrsta lagi eru þetta kvartanir um það, að þau Chang og Jon Halliday hafi ekki skrifað þá sögu, sem sumir sérfræðingar í kínverskum fræðum hafi viljað, að þau settu saman, með ótal fyrirvörum í meginmáli, sem kaffært hefðu textann, og síðan með fjöldann allan af tilvísunartölum og neðanmálsgreinum, sem aðallega hefðu verið tilvitnanir í þessa sömu sérfræðinga . Þess í stað leyfðu þau Chang og Halliday sér að skrifa afar læsilega bók, hressilega og afdráttarlausa, fulla af óvæntum fróðleik . Síðan gerðist það, sem ýmsir sérfræðingar í kínverskum fræðum eru eflaust gramir yfir, að hún varð metsölubók . Í öðru lagi eru athugasemdir Geirs kvartanir um það, að þau Chang og Halliday leyfi sér að kalla hlutina öðrum nöfnum en þessir sérfræðingar í kínverskum fræðum vilja . Þau tímasetji til dæmis stofnun kínverska kommúnistaflokksins, þegar hann var stofnaður að ráði rússneskra erindreka, en ekki við fyrsta flokksþingið, og þau vísi því á bug, að skothríðin við Luding-brúna hafi verið hörð orrusta, þar sem kommúnistar hefðu drýgt hetjudáðir . Aðalumkvörtunarefnið er þó, að Chang og Halliday leyna því hvergi, hversu óvinveitt þau eru Maó . Þess vegna er fróðlegt að skoða, hvernig stríðsglæpadómstóllinn í Nürnberg hefði farið með mál Maós .21 Dómstóllinn skilgreindi í fyrsta lagi glæpi gegn friðnum, „skipulagningu, undirbúning, upphaf eða rekstur árásarstríðs“ . Innrásin í Suður-Kóreu 25 . júní 1950 og barátta fjölmenns kínversks herliðs við hlið (hinna miklu fámennari) hersveita Kims Il-sungs, einræðisherra í Norður-Kóreu, er dæmi um slíkan glæp . Í öðru lagi voru skilgreindir stríðsglæpir, „brot á lögum eða venjum um stríð . Slík brot geta falið í sér, en takmarkast ekki við, morð, illa meðferð eða brottflutning óbreyttra borgara á hernumdu svæði í þrælkunarbúðir eða í öðrum tilgangi“ . Maó gerðist sekur um stríðsglæpi í þessari merkingu bæði í borgarastríðinu í Kína og í Kóreustríðinu . Í þriðja lagi voru skilgreindir glæpir gegn mann kyni: „Morð, útrýming, þrælkun, nauð ungarflutningar og annars konar ómann legur verknaður gegn óbreyttum borg um á undan eða í stríði eða ofsóknir af stjórn málaástæðum, vegna kynþáttar eða trúar .“ Maó var sekur um þetta allt, þjóðar- morð í Tíbet, fjöldamorð í Kína sjálfu, þrælk un og nauðungarflutninga, ofsóknir af stjórn málaástæðum og hungurmorð af ásettu ráði . Hann var með öðrum orðum engu betri en Hitler eða Stalín . Raunar halda þau Chang og Halliday því fram, að hann hafi ekki aðeins verið miklu afkastameiri fjölda morðingi en þeir kumpánar, heldur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.