Þjóðmál - 01.09.2014, Síða 47

Þjóðmál - 01.09.2014, Síða 47
46 Þjóðmál haust 2014 erfið fyrir hann á þessu stigi til að meðtaka textann á merkingarbæran hátt . Gildir þá einu þótt þessi einstaklingur hafi mikinn áhuga á efni blaðsins . Of mikið er af nýjum orðum og flóknum setningum sem eru honum framandi . Öðru máli gegndi ef þessi einstaklingur tæki sér í hönd vel myndskreytta léttlestrarbók á ensku sem að auki væri áhugaverð aflestrar fyrir hann . Lykilatriðið er að efnið sé skiljanlegt í megin- dráttum en einnig gagnlegt eða forvitnilegt fyrir viðkomandi . Ílagskenning Stephens Krashens Sá málvísindamaður sem einna mest hefur rannsakað mikilvægi ílags í til- eink un annars tungumáls (og reyndar einnig fyrsta máls, þ .e . móðurmáls) er dr . Stephen Krashen, prófessor emeritus við háskólann í Suður Kaliforníu . Krashen hefur skrifað yfir 350 bækur og fræðigreinar um málvísindi á ferli sínum og er enn að þrátt fyrir að vera kominn á eftirlaun . Vart er til sú bók um hag nýt málvísindi sem ekki vitnar í Krashen einhvers staðar . Frægastur er hann fyrir ílags kenn ingu sína (e . Input Hypothesis) sem olli straumhvörfum í skilningi margra mál vísinda manna og tungumálakennara á grund vallarlögmálum tungumálanáms . Í stuttu máli gengur ílagskenningin út á það að til að máltileinkun geti geng ið sem áhrifaríkast fyrir sig þurfi einstaklingur inn að fá aðgang að sem mestu ílagi á merk- ingarbæran hátt í streitulausu málumhverfi . Upplifi einstaklingurinn streitu eða kvíða á meðan hann er að læra tungumálið dregur úr merkingarbæru ílagi, þ .e . ákveðin skilaboð í formi setninga og orðaforða síast út . Til að framfarir verði í máltileinkunarferlinu er heillavænlegast að þyngdarstigið í ílaginu sé rétt fyrir ofan færnistig ein staklings ins, til dæmis þannig að texti, sem ein stakl- ingur inn er að lesa á mark málinu, hafi ekki einungis að geyma kunnug legan orðaforða heldur líka einstaka ný orð, u .þ .b . 3–4 orð á blaðsíðu . Ílagskenningin í skólastofunni A ð mati Krashens á tungumálanám í skólum fyrst og fremst að ganga út á magnlestur á áhugaverðu efni á viðeigandi þyngdarstigi . Einnig er gott að flétta inn í kennsluna talsverðri hlustun . Málfræði mark málsins á að kenna en í takmörkuð um mæli og einungis eftir á, þ .e . þegar nemand- inn hefur öðlast góða tilfinningu fyrir þeirri málfræði sem farið er í hverju sinni . Sé farið í málfræðina á þennan hátt öðlast hún skýrari merkingu fyrir nemandanum og verður mun áhugaverðari fyrir vikið að mati Krashens . Frálag (e . output), þ .e . að tala eða skrifa á markmálinu, á fyrst og fremst að gegna því hlutverki að venjast því að tjá sig á málinu við fjölbreytilegar aðstæður, Frosti Bergsson, fyrrverandi stjórnar formaður Opinna kerfa, sagði á Við skipta þingi . . . í febrúar 2001, að Íslendingar ættu að taka upp þá stefnu að verða tvítyngdir á íslensku og ensku . Ekki útskýrði Frosti nánar hvað hann átti við með tví tyngi en gera má ráð fyrir að hann hafi meint að auk móðurmálsins íslensku ættum við að stefna að því að ná það góðu valdi á ensku að við gætum talað hana reiprennandi og notað hana við fjölbreyttar aðstæður af öryggi .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.