Þjóðmál - 01.09.2014, Page 55

Þjóðmál - 01.09.2014, Page 55
54 Þjóðmál haust 2014 „Hvað segir þú um þessar raddir sem hafa heyrst í nokkur ár, að það sé ekki veitt nóg?“ Forstjórinn svaraði að bragði og spyrill- inn sá enga ástæðu til að trufla mál hans með óþarfa spurningum . Jóhann forstjóri sagði meðal annars eftir- farandi: Varðandi það má segja að sú kenning að • það sé ekki veitt nóg, hún grundvallast á því að fiskurinn sé magur og rýr og af þeim sökum hafi hann ekki nægan mat og þess vegna þurfi að veiða meira til þess að fiskurinn sem eftir lifir hafi nóg að éta og í sjálfu sér er þetta ekki órökrétt hugsun, ég myndi nú ekki vísa því algjörlega á bug . En til þess að við getum látið þessa kenningu stýra okkar ráðgjöf þá þurfum við náttúrulega að hafa einhver merki um það að þorskurinn sé að drepast úr hor, eða ýsan eða hvaða fiskur sem er, það er nú alveg forsendan . Okkur finnst nú þegar menn eru að fullyrða þetta að þeir [þurfi að vera] með gögn í höndunum sem sýni fram á nauðsynina á að bregðast við þessu . Varðandi þorskinn sérstaklega þá verð-• um við að gera okkur grein fyrir því að þorskurinn er alveg ótrúleg skepna . Hún er þeim eiginleikum gædd að ef hún hefur nóg að éta þá getur hún náð að komast yfir svo mikið magn á skömmum tíma og þyngst svo mikið að það er alveg með ólíkindum . Þetta er ákveðin aðlögun, sem þorskurinn hefur gengið í gegn um í þróunarsögunni vegna þess að hann hefur náð að tileinka sér þennan lífsstíl, þá getur hann t .d . nýtt sér loðnu sem kemur hér bara eins og elding suður fyrir landið og í kring um landið og hann nær að nýta sér hana og stútfyllir sig af loðnu, sem er mjög orkumikil næring og svo er hún dauð að hrygningu lokinni þannig að þetta er ákveðin sérhæfing sem hann hefur náð að þróa, sem gerið það að verkum að hann getur hámarksnýtt svona toppa . Þorskurinn er líka, og það hafa menn • gert tilraun með, hann þolir mikið harðræði lengi án þess að deyja, hann verður bara magur og ljótur, en um leið og tækifæri gefst er hann búinn að nýta sér það til að verða feitur og pattaralegur og verðmæt afurð . Þess vegna, ef við veiðum þorskinn vegna þess að hann er eitthvað magur þá munum við aldrei njóta ávinningsins af því að hann verður feitur þegar hann finnur sinn tíma koma, þannig að þetta Þ að er óásættanlegt að á stærstu rann sókna stofnun landsins skulu starfa menn, sem hafa svona litla þekkingu á fiski- fræði og dýrafræði almennt . . . Þegar vöxtur er góður er dánar- tala lág — og öfugt, þegar vöxtur er lélegur hækkar dánartalan . Hvernig Hafró kemst upp með að afneita því að þrif fiska hafi áhrif á afkomu þeirra er mér hulin ráðgáta . Fullyrðingin um að eftir að hann sé orðinn 2–3 ára eigi hann sér ekki aðra óvini en manninn er dæmalaus . En þetta er því miður algeng skoðun tölvufiskifræðinga, sem halda að veiðar séu eini örlagavaldur fiska og með því að takmarka þær stækki fiskstofnar .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.