Þjóðmál - 01.09.2014, Síða 60

Þjóðmál - 01.09.2014, Síða 60
 Þjóðmál haust 2014 59 skoð anir sínar, svo afdráttarlausar sem þær þó voru . Verður mér ævinlega minnisstætt hve „diplómatískur“ hann var í orðum um verk sem hann þó augljóslega hafði ekki mikið álit á . Við vorum sjálfsagt ósammála um stjórnmál, þau ræddum við aldrei . En þeim mun meira um bókmenntir og hvað unnt væri að vita með nokkurri vissu, og vorum mjög sammála þar . Kristján las yfir bókarhandrit mitt um nýrómantísk skáld íslensk og var ráðhollur . Kristján var fríður maður og feitlaginn lengstum . Hann var einstaklega kurteis og elskulegur . Síðast sá ég hann hruman öldung níræðan staulast með innkaupakerru í Hagkaupum, í henni var þó ekki annað en stafurinn hans . Ég rauk á kappann: „Nei, er þetta ekki Kristján Karlsson! En gaman að sjá þig! Mikið heldurðu þér vel!“ En karl sá í gegnum falsið í mér og sagði bara: „Já, ég ætlaði einmitt að segja það sama við þig .“ Svo spurði ég hann um væntanlegt úrval ljóða hans, og glaðnaði þá yfir honum . En ég þurfti að fara að kassanum og sá hann ekki meir . (Svipuð orðaskipti átti ég skömmu síðar við Thor Vilhjálmsson .) Þetta er ekki merkileg saga, en sýnir þó að andlegt þrek var óskert og það var ævinlega mikið, enda þótt líkamanum hrakaði . Og ég veit til þess að Kristján veitti góð ráð ljóðaþýðanda áður en hann veiktist alvarlega haustið 2013 . Fyrsta ljóðabók Kristjáns birtist 1976, en þá var hann nær hálfsextugur . Bókin bar það yfirlætislausa heiti: Kvæði, auk ársetn- ingar, og þannig var um flestar ljóðabækur hans síðar . Undantekningin var önnur ljóðabók hans, 1983, hún hét New York, og var líka staðsett þar . Alls urðu ljóðabækur hans níu, sú síðasta kom árið 2003 . En svo birtist Kvæðasafn hans og sögur tveimur árum síðar, og Kvæðaúrval 2009 . Ljóð Kristjáns vöktu þegar mikla at- hygli, og New York var lögð fram til bók- mennta verðlauna Norðurlandaráðs . Það er því alrangt sem segir í formála Kvæðaúrvals (bls . 12), að ljóð Kristjáns hafi verið lítils metin, farið fram hjá fólki . Þau eru leikandi létt, heillandi í hrynjandi, grípa andartak myndrænt, og þau eru torskilin, alveg eins og lífið sjálft, erfitt að vita hvað býr innra með fólki . Sama má segja um smásögur Kristjáns, sem verða minnisstæðar, en smá- sagnasafn hans, Komið til meginlandsins frá nokkrum úteyjum, kom út 1985 . II Skáldskapur Kristjáns var mjög sér-kennilegur, ég veit engan honum líkan . Og ég held að allt sem frá honum kom verði varanlega í minnum haft, maklega mjög . Kristján sagði um kveðskap sinn í viðtali við Jakob F . Ásgeirsson (Mbl . 18 .5 .1985, tekið eftir bók Jakobs: Í húsi listamanns, 2006): „[F]flestar nýjungar í kveðskap [eru] í því fólgnar að færa merkingar í samlíkingum og myndum örlítið úr skorðum frá því sem við S íðast sá ég hann hruman öldung níræðan staulast með innkaupakerru í Hag- kaupum, í henni var þó ekki annað en stafurinn hans . Ég rauk á kappann: „Nei, er þetta ekki Kristján Karlsson! En gaman að sjá þig! Mikið heldurðu þér vel!“ En karl sá í gegnum falsið í mér og sagði bara: „Já, ég ætlaði einmitt að segja það sama við þig .“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.