Þjóðmál - 01.09.2014, Síða 62

Þjóðmál - 01.09.2014, Síða 62
 Þjóðmál haust 2014 61 III Ljóðabækur Kristjáns eru sérkennilegar, oft skarast skarpar myndir augnabliks, svo heildin verður torskilin reynsla . Lítum fyrst á eitt aðgengilegustu ljóðanna . Krist- ján gerir mikið að því að ávarpa eitthvert fólk með nafni í kvæðum sínum . Í eftir- far andi ljóði er nafnið greinilega valið vegna s-hljóðanna, og af sömu ástæðu eru tvö orð sömu merkingar, „hvás og hviss“ . Þetta er hljóð gerving flugs smyrilsins, eins og síð asta línan er væntanlega eftirlíking af hljóð unum sem fuglinn rekur upp . Sterkar andstæður eru milli fyrri hluta kvæðisins og seinni hluta . Framan af er öll áherslan á markvissan hraða fuglsins og morðhug . Nánar tiltekið er það 1 . lína með fyrrnefndri hljóðgervingu og 2 . erindi, þar sem raðast saman orð eins og: banvænn, morðviss, byssukúla, veiðihugur . En andstæðan birtist þegar í 1 . erindi; kona sem býður gestum til borðs . Þessi siðfágunarmynd virðist hafa yfirhöndina í 3 . erindi, því þar hefur fuglinn ummyndast frá því að vera fyrst og fremst hraði, í það að vera fagurlitur hnoðri . En til þess þarf konan að leggja sig fram um sitt hlutverk, andstæðu ránfuglsins, sem á þó síðasta orðið! Smyrillinn Smyrillinn er hvás og hviss loftsins við eyra þér, Sesselja, seinboðinn gestur við borð þitt, ekkert fær náð banvænum hlustum hans fremur en skoppandi morðvissri byssukúlu þegar hann er í veiðihug þegar hann sest birtist lítill hnoðri í smekklegum litum blár bleikrauðgulur kyrrlátari en nokkur gestur í mat og engan veginn frábitinn samneyti ef þú sjálf ert hógvær og lítillát kíkí kíkí, kíkí kíkí . Í öðru ljóði er fjallað um landnám, gæti átt við Ísland . En mest ber á andstæðum ferskr ar lífsreynslu annars vegar, en hefðbund innar skynjunar hins vegar . Það liggur nánast í lýs ingu árniðarins, að venjulega myndu menn skynja í honum „nið aldanna“, sem klið að hefur gengnum kynslóðum, svo sem í kvæði Jóns Helgasonar, „Í Árnasafni“ . En hér er nýtt land, og því ber árniðurinn raddir óborinna kynslóða! Auk þess hafa land náms mennirnir látið minnið að baki, og þar með líka raunveruleikann, sem þeir hafa þekkt, þeir eru opnir fyrir hinu nýja og óvænta . En enginn kemst frá þeirri fortíð sem hefur mótað hann, við sjáum, að í lok kvæðis ins grípur fortíðin mælanda og henni er líkt við hlekki, auk þess sem hún er grá . Í stað nýrrar lífsreynslu lýkur kvæðinu á feigðarspá . Landnám Langt út yfir raunveruleikann siglir skip hinna minnislausu gegn sjó og veðri hér er áfangastaður þeirra grænt land typpt jökli fjarri allri fortíð söngl hinna óbornu berst hingað í árniði ofan á láglendið ég fer ég hefi hugsað mér að ganga upp með ánni í dag úr því að birti til grár andblær fyrri daga læðist þegar í stað um háls mér og úlnlið eins og feigð .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.