Þjóðmál - 01.09.2014, Page 66

Þjóðmál - 01.09.2014, Page 66
 Þjóðmál haust 2014 65 Þeir sem fylgst hafa með fjölmiðla starf semi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar vita að þar er ekki allt sem sýn- ist . Hann átti Frétta blaðið til dæmis með leynd í tæpt ár á meðan það þjónaði við skipta hags munum hans . Not aði hann það meðal annars í póli tísk um til- gangi í því skyni að koma Sam fylk ingunni til valda í þing kosn ing unum vorið 2003 . Þau áform runnu út í sand inn . Nú ríkir nokkur hula yfir raunverulegu eignar haldi á 365 miðlum en Ingi björg Pálmadóttir, eigin kona Jóns Ásgeirs, er ráð andi hlut hafi, ef marka má fréttir . Innan fjölmiðlafyrirtækja ríkir almennt mikil leyndarhyggja þegar kemur að þeim sjálfum . Öðru hverju er þó unnt að skyggnast á bakvið tjöldin, einkum við mannaskipti . Kristín Þorsteinsdóttir, fyrrv . blaðafulltrúi Baugs, var nýlega ráðin út gáfu stjóri 365 og létti undir með nýráðn- um forstjóra sem á að leiða fyrir tækið inn í síma- og fjarskiptarekstur . Í dag var efnt til nokkurra mínútna fundar með starfsmönnum til að til kynna þeim að Mikael Torfason hefði látið af störf um sem aðalritstjóri, aðalmaður í útgáfu- og fjölmiðlastarfsemi 365, og Kristín tekið við af honum — að minnsta kosti tíma bundið enda væri ætlunin að auka hlut kvenna í rit stjórnar störf- um . Tví ræðar fréttir bár ust um örlög Ólafs Þ . Steph- en sens ritstjóra . Ein hverjir þóttust vita að hann hefði viljað hætta en ekki fengið það — uppsögn hans hefði verið hafnað! Á vef síðu 365 miðla, visir.is, segir fremur stuttaralega: „Ekki liggur fyrir hvert hlut verk Ólafs Steph ensen, rit stjóra frétta stofunnar, verður í kjöl far breyting anna .“ Þá var upplýst að Sigurjón Magnús Egilsson yrði fréttastjóri hjá 365 miðlum . Leiðir hans og Jóns Ásgeirs hafa áður legið saman eins og lesa má í bók minni Rosa­ baugur yfir Íslandi . Sinnti Sigurjón Magnús ýmsum viðkvæmum verkefnum fyrir Baugs- menn á uppgangstíma þeirra og gekk rösk- lega fram í vörn þeirra í fjölmiðlum þegar Baugsmálið bar hæst . Fjölmiðlasaga Jóns Ásgeirs er ekki á enda runnin og skrautlegar sviptingar halda áfram . Á sínum tíma glímdu þeir Sigurjón Magnús og Reynir Traustason um ráðin yfir DV . Enn berjast huldumenn um þann miðil og Sigurður G . Guðjónsson hrl . kemur þar enn við sögu . Dagbókin 24 . ágúst 2014, www .bjorn .is Farsinn endalausi . . . Metsölubókin Rosabaugur yfir Ís­ landi eftir Björn Bjarna son veit ir glögga inn sýn í hugar heim aðal- leik end anna í farsanum enda- lausa í höfuðstöðvum 365 .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.