Þjóðmál - 01.09.2014, Síða 79

Þjóðmál - 01.09.2014, Síða 79
78 Þjóðmál haust 2014 hvers vegna hann telur að nú sé komið að eðlilegum leiðarlokum . „Samband Englands og Skotlands var ekki hjónaband reist á ást . Að baki þess bjó hagkvæmni . Til þess var gengið af því að það var hentugt . Frá 1750 til 1980 ríkti stöðugleiki í sambandinu . Nú hafa allar stoð ir stöðugleikans verið fjarlægðar eða illi lega skaddaðar .“ Devine var aðlaður af Bretadrottningu á þessu ári „fyrir rannsóknir í þágu skoskr ar sögu“ . Þá sagði eitt dagblaðanna: „Hann stendur eins nærri því að vera þjóðar sagn- fræðingur eins og unnt er meðal þjóðar .“ Hann er höfundur 34 bóka og honum hafa verið veitt öll þrenn virtustu verðlaun Skot- lands fyrir rannsóknir á skoskri sögu . Hann greinir straumana í sjálf stæðis baráttunni af nákvæmni . „Við Skotar eigum nú eigin nú- tímasögu en hana eignuð umst við ekki fyrr en seint á níunda áratugi síðustu aldar . Nú er unnt að kanna meginþráð í sögu okkar af hlutlægri vísindalegri nákvæmni . Málum hefur ekki alltaf verið þannig háttað .“ Devine beinir einnig athygli að því sem hann kallar „hina þöglu breytingu á skosku efnahagslífi“ sem reist er á umbreytingu á framleiðslu sem þróast hefur frá þungaiðn- aði til af-iðnvæðingar og þaðan í fjölbreytt- ari iðnað . „Nú er efnahagur okkar að nokkru reistur á þungaiðnaði, léttum iðnaði, rafeindaiðn- aði, ferðaþjónustu, fjármálaþjónustu og lifandi opinberri starfsemi sem stendur að baki lífvænlegum störfum . Hagkerfi okkar stenst áraun og við búum að auðlind sem skiptir hvað mestu máli fyrir sjálfstætt ríki: orku, þar koma til sögunnar olíulindir og leiðir til að virkja vindorkuna . Að þessu leyti eru Skotar hlutfallslega betur settir en næstum allar aðrar Evrópuþjóðir .“ Devine, sem á ættir að rekja til verka- mannafjölskyldu sem flutti til Skotlands frá Írlandi, er ákaflega hreykinn af uppruna sínum . Það kemur fram í mörgum rann- sóknum hans og setur mikinn svip á það sem hann skrifar . Hann telur að frelsið, sem kaþólskir Írar fengu í Skotlandi, eigi einnig ríkan þátt í hagkerfi Skotlands . Hann gerir lítið úr skoðunum þeirra sem segja að kaþólikkum í Skotlandi verði erfið- ara að búa þar í minna ríki . „Þetta er vit- leysa, innantómt tal . Engar fullyrðingar í þessa veru eru reistar á neinum fræðilegum grunni eða vitneskju .“ Hann nefnir einnig til sögunnar hina miklu virðingu sem æðri menntun og vís- inda rannsóknir í Skotlandi njóta, fjórir skoskir háskólar séu í hópi 200 bestu háskóla heims . „Við fáum 16% úr sam- keppnis-rannsóknasjóðum UK þótt við séum aðeins 10% íbúanna . Takist okkur að laga niðurstöður þessara rannsókna að atvinnu vegunum og efnahagslífinu munu Skotar skara fram úr í framtíðinni þar sem heilinn, afl hans og þekking munu ráða úrslitum í atvinnumálum . Það eykur á getu hagkerfisins til að standast áraun .“ Hann segir þá leið að auka sjálfstæði Skota innan Sameinaða konungdæmisins muni aðeins framlengja sárindi innan sam - bandsins . „Verði meira vald fært til Skot- S amband Englands og Skotlands var ekki hjónaband reist á ást . Að baki þess bjó hagkvæmni . Til þess var gengið af því að það var hentugt . Frá 1750 til 1980 ríkti stöðugleiki í sambandinu . Nú hafa allar stoð ir stöðugleikans verið fjarlægðar eða illi lega skaddaðar . . . Þegar þetta er allt skoðað í heild er mjög lítið eftir innan sambandsins nema tilfinning, saga og fjölskylda .“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.