Þjóðmál - 01.09.2014, Side 80

Þjóðmál - 01.09.2014, Side 80
 Þjóðmál haust 2014 79 Sir Tom Devine, virtasti sagnfræðingur Skotlands, sem nú er kominn á eftirlaun . lands mun það vekja óhamingju meðal margra Englendinga: þeir una nú þegar illa við Barnett-lausnina [reiknireglu breska fjár mála ráðuneytisins um skiptingu fjár í þágu Skotlands, Norður-Írlands og Wales] . Sjálf stæðið eitt veitir okkur tækifæri til að þróa sönn vinsamleg tengsl í jafnræði við hinn stóra nágranna okkar í suðri .“ Devine telur að hið sameinaða ríki hafi gegnt mikilvægu hlutverki en því sé einfaldlega lokið . Það hafi sameinað fólk beggja vegna landamæranna frá upp reisn Jakobanna árið 1745 til dögunar Thatcher- ismans og að hornsteinn sam bands ins og höfuðstoðir þess hafi annaðhvort hrunið eða fúnað . Hann nefnir einnig hrun heimsveldisins og minnkandi vægi mótmælendatrúar sem hugsjónar sambandssinna og að mikilvægi evrópskra markaða hafi dregið úr vægi hins enska og markaða í samveldisríkjunum . Þá hafi brotthvarf 12 skoskra hersveita síðan 1957 orðið til þess að losa um hernaðarlegu tengslin . „Áhrif konungdæmisins eru einnig minni en áður og ekki fyrir hendi nein hætta af ytri óvini sem á sínum tíma stuðlaði að samstöðu um sameiginlegt öryggi, ógn til dæmis frá fasisma eða Sovétríkjunum . Þegar þetta er allt skoðað í heild er mjög lítið eftir innan sambandsins nema tilfinning, saga og fjölskylda .“ Þ

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.