Þjóðmál - 01.09.2014, Qupperneq 82
Þjóðmál haust 2014 81
háð gríðarlegri óvissu . Nú er hins vegar
tæknileg lausn í sjónmáli, svo að unnt er að
slá máli á krógann .
Í viðtali við Morgunblaðið 25 . júní 2014
vitn aði Hörður Arnarson, forstjóri Lands-
virkjunar, til nýlegrar skýrslu, sem al þjóðlega
fyrirtækið ABB o .fl . gerði fyrir Landsvirkjun
og gaf til kynna, að „verkefnið [væri]
tæknilega framkvæmanlegt“ . Skal ekki bera
brigður á, að sæstreng, sem unnt er að leggja
á milli Íslands og Skotlands, sé nú unnt að
framleiða og leggja, en meira áhorfs mál er
rekstur strengsins og arðsemi, og er það
aðalumfjöllunarefni þessarar greinar .
Í téðri Þjóðmála-grein BSS kemur fram,
að verkefnið er jafnvel komið með verðmiða
frá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands (HHÍ)
upp á ISK 553 milljarða eða USD 4,9
milljarða á genginu 113 ISK/USD .4 Þar eru
innifalin öll mannvirki tengd þessu verkefni,
þ .e .a .s . nýjar virkjanir, flutningsmannvirki
innan lands, endabúnaður sæstrengsins,
fram leiðsla og lögn hans sjálfs .
Ef reiknað er með, að sæstrengur ásamt
endabúnaði, þ .e .a .s . afriðlum til að breyta
rið straumi í jafnstraum,5 og áriðlum til að
breyta jafnstraumi í riðstraum,5 kosti um
80% af heildarkostnaði verkefnisins eða
USD 4,0 milljarða, þá fæst með núvirðis-
reikn ingum,6 að flutningskostnaður7 um
þessi mannvirki nemur 140 USD/MWh.
Í Morgunblaðinu á Jónsmessunni, 24 .
júní 2014, birtist athyglisvert viðtal við
dr . Baldur Elíasson, „fyrrverandi yfirmann
orku- og umhverfismála hjá sænsk-sviss-
neska orkurisanum ABB“, eins og hann er
kynntur til sögunnar af blaðamanni Morg
unblaðsins, Stefáni Gunnari Sveins syni .
Dr . Baldur telur, að kostnaðurinn nemi
a .m .k . tvöfaldri upphæðinni, sem hér er
lögð til grundvallar arðsemisútreikningum
verkefnisins:
„„Kostnaðurinn yrði svo gífurlegur, að
Ísland myndi ekki ráða við hann . Það hefur
verið talað um USD 5,0 milljarða í þessu
samhengi . Það er að mínu mati allt of lág
tala,“ segir Baldur, sem áætlar, að fram-
kvæmdirnar sem slíkar gætu kostað tvöfalda
þá tölu og sennilega meira .“
Hér skal að svo stöddu ekki leggja nánara
mat á kostnaðinn, heldur bent á, að til að
draga úr skorti á orku á samkeppnishæfu
verði í Evrópusambandinu, er á döfinni að
leggja 1520 km langan streng á botn Mið-
jarðarhafs frá Ísrael um Kýpur og Krít til
Grikklands . Mesta dýpi hans verður 2,2
km og flutningsgetan 2000 MW . Þetta
verkefni Evrópusambandsins mun veita afar
verðmætar tæknilegar og kostnaðarlegar
upplýsingar um langa sæstrengi á miklu
dýpi . Fyrsta áfanga verkefnisins á að ljúka
árið 2017 .
Á kostnaðarhlið Íslandsstrengsins er
einnig vinnslukostnaður raforku í viðbótar-
virkjunum á Íslandi . Ef kostnaðaráætlun
HHÍ hér að framan er notuð, þ .e . MUSD
900 fyrir nýjar virkjanir og línur, sem
framleitt gætu forgangsorku 4200 GWh/a
+ 420 GWh (töp), eins og reiknað var með,
að færu að jafnaði inn á inntaksmannvirki
sæstrengsins Íslandsmegin, rekstrar- og við-
Ádöfinni er að leggja 1520 km langan streng á botn
Miðjarðarhafs frá Ísrael um
Kýpur og Krít til Grikklands .
Mesta dýpi hans verður
2,2 km og flutningsgetan
2000 MW . Þetta verkefni
Evrópusambandsins mun veita
afar verðmætar tæknilegar og
kostnaðarlegar upplýsingar um
langa sæstrengi á miklu dýpi .