Þjóðmál - 01.09.2014, Side 86

Þjóðmál - 01.09.2014, Side 86
 Þjóðmál haust 2014 85 FK: flutningskostnaður raforku um sæ- streng á milli Skotlands og Íslands . • Samkvæmt7 nemur hann að lágmarki 140 USD/MWh • Hann verður tvöfaldur, af því að orkan er flutt fram og til baka Niðurstaða: KÍ = 50 + 280 = 330 USD/MWh Er nú líklegt, að þetta verð, 330 USD/MWh, fáist á brezka reglunarorku-markaðinum? Þó að reiknað sé með verði á skyndimark- aði að deginum fyrir raforku með grænt upprunavottorð 100% hærra en meðalverði toppálagsorku nemur, þ .e . 2 x 100 = 200 USD/MWh, þá vantar enn a .m .k . 130 USD/MWh upp á verðið á Bretlandi, svo að þessi viðskipti geti orðið arðsöm fyrir Ís lendinga . Viðskiptahugmyndin fellur þannig einnig af fjárhagsástæðum . Niðurstaða Svo hafa veður skipazt í lofti, að Evrópu vanhagar mjög um orku, ekki sízt raf- orku . Meginástæðurnar eru lokun kjarn- orku vera, markmið Evrópusambandsins um 20/20, þ .e . 20% raforkunnar skal vinna úr endurnýjanlegum orkugjöfum árið 2020, sem jafngildir u .þ .b . tvöföldun m .v . stöðuna 2013, og síðast en ekki sízt sá ásetningur Evrópuríkjanna að verða minna háð jarð- gasi frá Rússlandi . Evrópusambandið hefur nú hleypt af stokkunum a .m .k . 250 verk- efnum til að auka framboð á jarðgasi og rafmagni í ríkjum sínum . Þetta mun, er frá líður, líklega leiða til verðlækkunar á orku í Evrópu . Mikil verðlækkun orku hefur átt sér stað í BNA síðan 2005, og framkvæmdastjórn ESB lítur á þessa verðlækkun sem samkeppnisforskot BNA, sem verði að draga úr . Eitt ráð til þess er lengsta sæstrengs lögn í heimi . Hún er reyndar í þremur hlut - um og liggur frá Ísrael um Kýpur og Krít til Grikklands og er alls 1520 km á lengd . Þessi strengur á að flytja 2000 MW frá orkuverum Ísraels og til Kýpur, sem nýta munu nýfundnar gasauðlindir í austan- verðu Mið jarðarhafi til að framleiða raf- magn fyrir Evrópu . Með sömu aðferða fræði, sömu hlut fallslegu orkutöpum, vöxt um og af skriftar tíma og notuð var til að reikna út flutningskostnað Íslands strengsins, fæst flutn ingskostnaður þessarar svo köll uðu Evrópu-Asíu tengingar 65 USD/MWh. Gas kyntu orkuverin eru auðveld í regl un . Kostn aður á afhend ingar stað á Grikk landi er lík lega undir 115 USD/MWh, sem er aðeins 70% af kostnaði ork unnar um Íslands strenginn . Þessi kostn aður er vænt- an lega nógu lágur til að bæði selj endur og kaupendur raforkunnar sættast á sinn hlut . Tæknilega virðist þessi útgáfa sæstrengs hugmyndar innar þess vegna annmörkum undir- orpin, og skýringin á því er smæð íslenzka raforkukerfisins í saman- burði við þann flutning, sem á að eiga sér stað . Fyrir arðsemi strengsins er flutningsgeta hans hins vegar allt of lítil, þ .e . 700 MW-flutningur stendur engan veginn undir kostnaðinum við svona langan og togþolinn streng . Sæstrengur fyrir aflflutninga til annarra landa hentar Íslandi alls ekki .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.