Þjóðmál - 01.09.2014, Síða 92

Þjóðmál - 01.09.2014, Síða 92
 Þjóðmál haust 2014 91 Bókadómar _____________ Ingi Freyr Vilhjálmsson: Hamskipti, Veröld, Reykjavík 2014, 288 bls . — Ólafur Arnarson: Skuggi sólkonungs, Kver bókaútgáfa, Reykjavík 2014, 183 bls . Eftir Björn Bjarnason Eftir hrun hefur orðið til nýr smáiðn-aður . Hann snýst um að ritfærir menn taka sér fyrir hendur að segja skoðun sína á aðdraganda þess sem gerðist fyrir sex árum þegar bankakerfið sökk undan eigin þunga og vegna skorts á ódýru lánsfé frá útlöndum . Ekki var lengur unnt að fleyta bönkunum áfram með innbyrðis lánum eða öflun erlends lánsfjár . Stjórnendur Glitnis leituðu fyrst skjóls í vandræðum sínum hjá seðlabanka og ríkisstjórn . Í kjöl- farið sigldu stjórnendur annarra banka og sukku hin hámöstruðu fley í ofviðrinu . Við brögð stjórnmálamanna voru snögg . Sett voru neyðarlög til verndar innlendum sparifjáreigendum og komið var í veg fyrir að skattgreiðendur gengju í ábyrgð gagn vart kröfuhöfum föllnu bankanna . Komið var á gjaldeyrishöftum með fyrirheiti um að þau giltu aðeins í skamman tíma . Fyrrgreindur smáiðnaður snýst ekki um að segja frá því sem gerðist þegar ótíðindin urðu heldur er hann stundaður í leit að sökudólgum . Reynt er að finna þann sem bar ábyrgð á að íslenskir bankar fóru sömu leið og fjölmargir bankar í útlöndum sem tóku alltof mikla áhættu . Öll kurl eru ekki komin til grafar í því efni eins og nýlegar fregnir frá Portúgal herma . Hinn 24 . júlí 2014 var Ricardo Espírito Santo Silva Salgado, bankastjóri í Portúgal, handtekinn af lögreglu á heimili sínu rétt utan við Lissabon og leiddur fyrir dómara, sakaður um skattsvik og peningaþvætti, Nokkrum klukkustundum síðar var honum sleppt gegn 3 milljóna evru tryggingu en skipað að halda sig í Portúgal . Að kvöldi sunnudags 3 . ágúst ákváðu stjórnvöld í Portúgal að veita bankanum, sem Salgado og fjölskylda hans átti að meirihluta og stjórnaði, Banco Espírito Santo, neyðarlán til að bjarga honum frá falli . Í The New York Times (NYT) segir þriðju daginn 5 . ágúst að hið sama sannist nú í Portúgal og gerðist í Grikklandi og á Írlandi, að gamlar bankaklíkur geti leikið efnahag þjóðanna grátt . NYT segir að í Portúgal hafi líklega eng- inn verið betur tengdur en Salgado, hann hafi verið þekktur sem „Dono disto todo“ eða „eigandi alls“ . Nú glími hann og nokkur ættmenni hans ekki aðeins við mik inn fjár- hags vanda heldur einnig ásak anir um lög- brot . Saksóknarar og fjár mála eftirlits menn í Portúgal og víða í Evrópu rannsaki nú hvort stunduð hafi verið bókhaldssvik, misnotkun á trúnaðarupplýsingum og hvort bankinn hafi veitt vafasöm lán til viðskiptaveldis Espírito Santo sem eigi meðal annars hótel, sjúkrahús og bújarðir . Útþynntar bækur um hrunið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.