Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Page 10

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Page 10
viðhorfi og gildismati ungs fólks í fjölmenningarsamfélagi. Um er að ræða þriggja ára (2011-2013) þverfaglega rannsókn með þátttöku fræðimanna í trúaruppeldisfræði, fjölmenningarfræði, uppeldisfræði og hugmyndasögu. Niðurstöðurnar sýna að þrátt fyrir að unga fólkið telji að manneskjan þurfi alltaf eitthvað til að trúa á og að mikilvægt sé að vera sannfærður um lífsvið- horf sitt og lifa samkvæmt því, þá skilgreinir fjórðungur sig sem trúlaus eða utan trúfélaga og eru strákar þar í meirihluta. Mörg virðast líta á trúarlega afstöðu sem einkamál en um leið eru þau flest jákvæð gagnvart trúarlegum margbreytileika. Gunnlaugur A. Jónsson skrifar greinina „Eg var eins og Job...“ Þar er fjallað um notkun Elie Wiesels (f. 1928), nóbelsverðlaunahafans kunna, á biblíustefjum „í minningu hinna dánu.“ Einkum er fjallað um tvær af kunnustu bókum Wiesels, Nótt og Réttarhöldin yfir Guði. En jafnframt er lífshlaup Wiesels rakið í stuttu máli. Það kemur á daginn að hann notar biblíustef mjög ríkulega í minngarbókum sínum um helförina. Er hann þar í samræmi við gamalgróna hefð innan gyðingdóms þar sem þýðingarmiklir atburðir úr sameiginlegri sögu þjóðarinnar eða hinum hebresku ritningum eru nýttir til að meta og skilja samtíma viðburði. Persóna Jobs, sem Wiesel, nefnir „samtímamann okkar“ er fyrirferðarmikil í skrifum hans, en einnig gegnir Jeremía spámaður stóru hlutverki, lögmálið að sjálfsögðu, sem og Esterarbók og harmsálmar Saltarans. Hjalti Hugason skrifar sína fjórðu og síðustu grein um „Þróun sjálf- stæðrar þjóðkirkju á öndverðri 20. öld.“ í þessari lokagrein hans er fjallað um umræður þær sem urðu í prestastétt á árunum 1911 til 1916 en eftir það kom málið lítið til umræðu næstu 25 árin. í lokahluta greinarinnar er gerð tilraun til að bera saman nokkur atriði umræðunnar í upphafi 20. aldar og umræðu dagsins í dag. í grein sinni „Frá hefnd og réttlæti Drottins til réttarríkis" glímir Jónas Elíasson, verkfræðiprófessor, við þrjár meginspurningar: Hvenær var eingyð- istrú tekin upp í Kanaanslandi og í hverju er Jahve verulega frábrugðinn öðrum samtíma guðdómum? Hverjar breytingar orsakaði trúin á þjóðfélag og siðfræði? Og loks: Hverjar af þessum breytingum urðu varanlegar? Hann leiðir að því getum að hið upprunalega samfélag Hebrea hafi búið við blóðhefndarkerfi. Dómstóll Drottins hafi síðan verið tekinn upp í staðinn. Réttarheimildir þær og hugmyndir sem fylgdu þar með birtust svo í grísku Sjötíumannaþýðingunni sem helleniskur gyðingdómur sem hin fyrstu kristnu samfélög styðjast við. Jónas rekur loks þessa þræði gegnum söguna Á 8
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.