Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Page 16
með kynferðislegri áreitni, né vanvirða tilfinningar hans og tiltrú með öðrum
hætti.
I Siðareglum þjóðkirkjunnar, sem samþykktar voru á Kirkjuþingi 2009
og „ná til vígðra þjóna íslensku þjóðkirkjunnar og starfsfólks í launuðum
sem ólaunuðum störfum innan sókna og stofnana kirkjunnar“, segir m.a.:
Starfsfólk og vígðir þjónar kirkjunnar eru fulltrúar kirkju sinnar og gæta þess
í starfi og einkalífi að hafa virðingu hennar í heiðri og leitast við að bera
fagnaðarerindi Krists vitni í orði og verki með því að:
1. Gera sér far um að mæta hverjum einstaklingi í kærleika Krists með
virðingu efdr því sem skilningur og samviska bjóða hverju sinni og láta
sér annt um líðan og velferð annarra.
Um persónumörk og æskilega framkomu í nánum samskiptum við skjól-
stæðinga segir ennfremur að þeim beri að:
6. Þekkja og virða takmörk sín og sækja sér faghandleiðslu og sálgæslu.
7. Misnota aldrei aðstöðu sína eða ógna velferð skjólstæðings, svo sem með
óviðeigandi hegðun, orðfæri, kynferðislegri eða annars konar áreitni.
8. Minnast þess að mörk einstaklinga eru mismunandi, svo sem að snerting
getur auðveldlega misskilist eða valdið óþægindum.
9. Stofna ekki til óviðeigandi sambands við skjólstæðing.
Þannig er bæði í siðareglum PI og siðareglum þjóðkirkjunnar áréttað
mikilvægi þess að starfsfólk kirkjunnar umgangist alla af virðingu og misnoti
ekki það traust sem þeim er sýnt í starfi sínu, t.d. með því að beita
kynferðislegri áreitni eða ofbeldi.
Forsaga starfsreglna um meðferð kynferðisbrota innan kirkjunnar
í kjölfar ásakana sem komu fram á hendur biskupi íslands árið 1996 varð
til hópur kvenna innan íslensku þjóðkirkjunnar sem vildu vinna að því að
skapa farveg fyrir meðferð kynferðisbrotamála þar sem meintir gerendur
væru einstaklingar sem störfuðu á kirkjulegum vettvangi. Þessi hópur, sem
var „áhugahópur kvenna innan kirkjunnar“, var óformlegur og samsettur
af leikum og lærðum konum sem ýmist gegndu launuðum störfum innan
kirkjunnar eða voru virkar í sjálfboðaliðastarfi þar. Hópurinn samdi, að
eigin frumkvæði, uppkast að starfsreglum um meðferð kynferðisbrota innan
íslensku kirkjunnar, sem síðan var lagt fram sem tillaga jafnréttisnefndar
14