Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Page 18
Á fundi Kirkjuráðs í desember 1997 var ákveðið að setja á stofn starfshóp
til að fjalla um „meðferð mála er varða kynferðislega áreitni og/eða ofbeldi
innan kirkjunnar“. í hópinn voru skipuð: dr. Arnfríður Guðmundsdóttir,
guðfræðingur (formaður), Kolbrún Linda Isleifsdóttir, lögfræðingur og
Benedikt Jóhannsson, sálfræðingur. Starfslýsing hópsins var svohljóðandi:
1. Að setja starfsreglur um meðferð mála er varða kynferðislega áreitni
og /eða ofbeldi innan kirkjunnar m.t.t. reglna norsku kirkjunnar.
Meginatriði.
a. Reglur taki til allra starfsmanna hennar.
b. Þolanda og meintum geranda sé tryggður stuðningur meðan á
málsmeðferð stendur.
c. Sérstaklega sé hugað að brotum gegn börnum og unglingum.
d. Starfsreglurnar taki til samskipta kirkjuyfirvalda við íjölskyldu
meints geranda, söfnuði, fjölmiðla.
2. Skilgreina verkefni og stöðu ráðgjafanefndar.
3. Gera tillögur um fræðslu og miðlun upplýsinga um ofbeldi og áreitni.
Starfshópnum var gert að skila áliti til biskups og kirkjuráðs fyrir 1. maí
1998.17
Með því að gera starfshópnum að hafa norsku reglurnar til hliðsjónar
við vinnslu nýrra starfsreglna var búið að ákveða þann ramma sem unnið
yrði innan. Mikilvæg undantekning var þó gerð, þar sem gengið var út
frá því að íslensku starfsreglurnar tækju ekki aðeins til brota vígðra þjóna
kirkjunnar, eins og þær norsku (og einnig þær bandarísku), heldur til brota
allra starfsmanna hennar.
I upphafi greinargerðar sem fylgdi drögum að starfsreglunum þegar þær
voru lagðar fram á Kirkjuþingi haustið 1998 er gerð grein fyrir þeim mann-
skilningi sem gengið er út frá í reglunum. Þar segir m.a.:
Kristinn mannskilningur byggir á þeirri fullvissu að maðurinn,
konan og karlinn, beri mynd Guðs. Þessi fullvissa á rætur að rekja til
sköpunarfrásögu Biblíunnar þar sem sagt er frá því þegar “Guð skapaði
manninn eftir sinni mynd, hann skapaði hann eftir Guðs mynd, hann
17 Skipunarbréfið var dagsett 29. janúar 1998 og undirritað af Ragnhildi Benediktsdóttur lögfræðingi
á Biskupsstofu.
16
1