Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Síða 21
Hlutverk fagráðs er eftirfarandi:
• að tilnefna talsmenn, sbr. 4. gr. og veita þeim faglegan stuðning
• að fjalla um einstök mál sem vísað er til þess af úrskurðarnefnd eða
áfrýjunarnefnd og veita henni ráðgjöf um meðferð þeirra
• að meta árangur starfsreglna og koma með tillögur til úrbóta ef
með þarf
• að hafa umsjón með fræðslu um kynferðisbrot innan kirkjunnar í
samvinnu við fræðsludeild kirkjunnar, sbr. 9. gr.
• að sinna forvörnum á sviði kynferðisbrota, sbr. 9. gr.18
Fyrsti formaður fagráðs var Kolbrún Linda Isleifsdóttir, lögfræðingur, en
með henni áttu sæti í fagráðinu sr. Gunnar Rúnar Matthíasson, sjúkrahús-
prestur, og Olöf Asta Farestveit, afbrotafræðingur.19 Fyrstu árunum í starfi
fagráðsins var varið til að móta störf ráðsins og kynna starfsreglurnar.20 Árið
2003 lét Kolbrún Linda af störfum í fagráðinu og tók sr. Gunnar Rúnar
við formennsku. Þá hafði ákvæði í starfsreglum verið breytt þannig að
ráðið ákveði sjálft hver gegnir formennsku í stað þess að lögfræðingurinn
í ráðinu sé sjálfkrafa í því hlutverki. A sama tíma tók Elsa Þorkelsdóttir,
lögfræðingur, sæti í ráðinu. Starf fagráðs á árunum 2003-2005 fólst aðallega
í að „rýna starfsreglurnar og skilgreina vinnulag og úrvinnsluleiðir fagráðs
og hlutverk talsmanna til undirbúnings heimasíðu.“21 Árið 2005 lauk
uppsetningu heimasíðu og þá var einnig gefinn út kynningarbæklingur,
Kynferðisbrot í kirkju - hvað ber að gera?, sem var sendur öllum starfandi
prestum og formönnum sóknarnefnda.22
Breyting varð aftur á samsetningu fagráðs árið 2005, þegar Elsa
Þorkelsdóttir hætti og í stað hennar kom Hulda Elsa Björgvinsdóttir,
lögfræðingur. Árið 2008 sagði Ólöf Ásta Farestveit sig úr fagráðinu, en hún
starfaði þá sem forstöðumaður Barnahúss. I fjölmiðlum hafði því verið
18 http://kirkjuthing.is/gerdir/1998/18
19 Upphaflega voru þrjár konur skipaðar í fagráðið, en þriðja konan var Arnfríður Guðmundsdóttir
guðfræðingur, þáverandi formaður jafnréttisnefndar kirkjunnar. Þar sem það var í mótsögn við
ákvæði nýrrar jafnréttisáætlunar kirkjunnar að skipa eingöngu konur í ráðið, taldi Arnfríður sér
ekki fært að taka sæti í fagráðinu.
20 Reglurnar voru fyrst kynntar opinberlega á málþingi sem kirkjan stóð fyrir 9. febrúar 1999 og
var haldið í Áskirkju, undir yfirskriftinni: 77/ UÍs viS lífiS. Kirkjan gegn ojbeldi. Sjá: http://mbl.
is/greinasafn/grein/448549/
21 Rannsóknarnefnd Kirkjuþings 2011, bls. 329.
22 http://www2.kirkjan.is/stjornsysla/nefndir/fagrad-um-medferd-kynferdisbrota
19