Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Side 26
einkum greinar 2.3 og 2.4.“33 Siðanefnd talar um að úrskurðinum sé ætlað
„að vera til leiðbeiningar og vettvangur frekari umræðu um samskipti presta
við skjólstæðinga sína“. Þá er ekki sagt hvort að brotið sé metið „ámælisvert,
alvarlegt eða mjög alvarlegt“ eins og nefndinni bar að gera samkvæmt 6.
gr., þar sem segir:
Hafi sá er kærður er verið félagsmaður P.I. þegar meint brot er talið hafa verið
framið, þá skal siðanefnd P.I. fjalla um málið. Ef kæra reynist á rökum reist
skal siðanefnd kveða skýrt á um hvort brotið var ámælisvert, alvarlegt eða
mjög alvarlegt. Ef brot er ámælisvert skal siðanefnd veita viðkomandi presti
áminningu. Ef brotið er alvarlegt eða mjög alvarlegt vísar siðanefnd málinu
til stjórnar P.í. ásamt áliti sínu. Stjórn félagsins tekur ákvörðun um hvort
vísa skuli viðkomandi úr félaginu. f öllum tilvikum skulu málsaðilum, stjórn
P.Í., biskupi íslands og vígslubiskupum kynntar álitsgerðir siðanefndar.34
Hér er ekki talað um það hvaða úrræðum skal beita í máli viðkomandi
prests. Það brot á siðareglum PÍ sem siðanefnd telur prestinn sekan um,
hefur því engar afleiðingar í för með sér fyrir prestinn, andstætt því sem
siðareglurnar segja til um.
Eins og áður segir var málinu einnig skotið til Urskurðarnefndar kirkj-
unnar sem sendi frá sér svohljóðandi niðurstöðu 3. september 2009:
Urskurðamefnd þjóðkirkjunnar telur að viðurkennd háttsemi gagnaðila
gagnvart þessum tveimur sóknarbörnum, einkum og sér í lagi þar sem
þær voru báðar undir lögaldri, þegar atvikin áttu sér stað, sé háttsemi sem
prestur hvorki eigi né megi sýna af sér gagnvart slíkum einstaklingum...
Urskurðarnefnd telur að ekki verði hjá því komist að telja þá háttsemi sem
gagnaðili sýndi unglingsstúlkunum tveimur og sem hann sjálfúr hefur stað-
fest, fela í sér ótvírætt siðferðisbrot í skilningi tilvitnaðra laga og reglna.
Háttsemi af þessu tagi sé ekki hægt að útskýra með tillitsleysi, ókurteisi
eða klaufaskap. Með háttseminni hafi gagnaðili þannig farið út fyrir mörk
viðurkenndrar hegðunar gagnvart ungmennum í kirkjulegu starfi.
Þrátt fyrir þessa afgerandi niðurstöðu Urskurðarnefndar, sem er í aðalatrið-
um samdóma niðurstöðu siðanefndar PÍ, telur nefndin að hún hafi „engin
úrræði vegna siðferðisbrota...“ Slíkt hlýtur að flokkast undir alvarleg mistök
í þeim lögum og reglum sem Úrskurðarnefnd starfar eftir.35 Ætli kirkjan að
vera sá öryggi staður sem henni ber að vera þarf að bæta hér úr sem fyrst.
33 Sjá: http://kirkjan.is/pi/sidareglur
34 http://kirkjan.is/pi/sidareglur/
35 Arnfríður Guðmundsdóttir 2009.
24