Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Side 30

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Side 30
rúmaðist ekki innan ramma starfssviðs þess að bregðast við ásökunum hennar á hendur föður hennar. Þá segir í bréfinu að fagráðið hafi síðan endurskoðað verklag sitt í ljósi reynslunnar. Bréf fagráðs sem undirritað er af formanni þess, hljómar svo: Kæra Guðrún Ebba Fyrir hönd fagráðs kirkjunnar um meðferð kynferðisbrota vil ég biðja þig afsökunar á því að hafa brugðist þér með því að styðja þig ekki og leiðbeina sem skyldi á árunum 2008-2010. Við tökum við réttmætum ábendingum skýrslu rannsóknarnefndar kirkjuþings sem finnur að því að við höfum ekki átt frumkvæði að því að styðja þig er þú varst að koma fram með mál þitt og óska áheyrnar hjá kirkjuráði. Við horfðum of þröngt á óljóst gildissvið reglna okkar. Við festum okkur í því mati okkar að úr því að við hefðum ekki farveg til inngripa í mál þitt þá gætum við ekki sinnt því. Reynsla starfs okkar hefur hins vegar áréttað fyrir okkur hve mikið gildi liggur í því að heyra og virða jafnvel þá þegar við eigum enga von um úrlausn í máli þolanda gagnvart geranda kynferðis- brots. Þar brugðumst við þér Guðrún Ebba og biðjumst afsökunar á því. Við höfum nú breytt vinnulagi okkar svo að við heyrum nú öll mál sem til okkar berast, göngum inn í glímu þjáningar þeirra sem okkur er trúað fyrir og reynum að taka okkur stöðu þar við hlið þeirra sem brotið hefur verið á. Það er ekki auðvelt en það er verkefni okkar. Um leið og ég kem þessari afsökun okkar á framfæri þá vil ég þakka þér og þeim konum sem borið hafa hita og þunga af þeim málum sem rann- sóknarnefnd kirkjuþings hefur haft til meðferðar fyrir staðfestu ykkar og heiðarleika. Þó þú, Guðrún Ebba, hafir ekki notið þeirra breytinga sem við höfum gert á starfi fagráðs þá eigum við þér mikið að þakka að þær eru orðnar. Það er ekki síst vegna þíns máls sem við höfum endurskoðað vinnulag okkar og breytt svo sem hér er að ofan lýst. Við hlökkum svo til að fá að eiga samstarf við þig varðandi komu Marie M. Fortune hingað til lands nú í haust og þökkum þér fyrir að hafa haft frumkvæði af heimsókn hennar. Það verður spennandi að fá að njóta hennar á ráðstefnum og fundum 18.-20. október n.k. Reykjavík 15. júní 2011 Virðingarfyllst, Gunnar Rúnar Matthíasson formaður fagráðs um meðferð kynferðisbrota innan þjóðkirkjunnar.46 Heimsókn dr. Marie Fortune í október 2011, sem formaður fagráðs nefnir í niðurlagi bréfs síns, reyndist mjög mikilvægur þáttur í úrvinnsluferlinu 46 http://kirkjan.is/2011/06/fagrad-bidur-gudrunu-ebbu-olafsdottur-afsokunar/ 28 J
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.