Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Síða 34
kjark til að rísa upp gegn illskunni.57 Þess vegna er það köllun okkar allra,
sem sköpuð eru í mynd Guðs, að vera farvegur fyrir vald Guðs með því að
sýna samlíðan með systrum okkar og bræðrum, en jafnframt að veita virkt
andóf gegn illsku og óréttlæti.
Kirkjan þarf að gefa skýr skilaboð þessefnis að hún umberi ekki undir
neinum kringumstæðum ofbeldi eða misnotkun valds af einhverju tagi.
Kjörið tækifæri til að koma slíkum skilaboðum á framfæri er í prédikuninni.
í bókinni Telling the Truth. Preaching about Sexual and Domestic Violence er
að finna greinar eftir marga helstu sérfræðinga um meðferð kynferðisbrota-
mála innan kirkjunnar. Tilgangur bókarinnar er að hvetja þjóna orðsins til
þess að „segja sannleikann“ um afstöðu kirkjunnar til kynferðisofbeldis og
annars ofbeldis, sem og að lýsa yfir skilyrðislausum stuðningi við þolendur
þess. Annar ritstjóri bókarinnar og einn af höfundum hennar, er John S.
McClure, prófessor í prédikunarfræðum við guðfræðideild Vanderbuilt
háskólans í Tenesseefylki í Bandaríkjunum. McClure telur að prédikarinn
hafi einstakt tækifæri til að vera málsvari andófs, breytinga og vonar, með því
að rjúfa þögnina í kringum ofbeldið og segja sannleikann.58 Tilgangur með
slíkri prédikun sé þrennskonar: í fyrsta lagi að bjóða þolendur velkomna og
hvetja þá áfram í baráttunni gegn ofbeldinu. í öðru lagi að gefa skýr skilaboð
um að kirkjan ætli hvorki að umbera ofbeldið né boða „ódýra náð“ til handa
gerendum. Síðast en ekki síst sé prédikuninni ætlað að virkja söfnuðinn til
að taka þátt í að gera kirkjuna að öruggum stað og farveg fyrir samstöðu
með þolendum og andófi gegn ofbeldinu.59
Það fer ekkert á milli mála að kynferðisbrot eru vandmeðfarin og það
skiptir miklu máli að reynslan fái stöðugt að móta verklag og reglur kirkj-
unnar þegar starfmenn hennar eiga í hlut. Samhliða vinnu sem lýtur að
reglum og verklagi, þarf nauðsynleg guðfræðileg vinna að eiga sér stað. Þess
vegna er mikilvægt að líta á þann farveg sem þessi mál eru í sem vegferð en
ekki fastmótað ferli. En fyrst og síðast þarf markmiðið að vera skýrt, það er
að kirkjan sé undir öllum kringumstæðum öruggur staður fyrir okkur öll.
Útdráttur:
I þessari grein er fjallað um meðferð kynferðisbrota innan íslensku þjóð-
kirkjunnar, en fyrst var farið að huga að starfsreglum um meðferð slíkra
57 Ramsay 1998, bls. 65-70.
58
59 McClure 1998, bls. 111.