Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Side 40

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Side 40
hans og sýnir fram á það hvernig Hallgrímur var vel að sér í stefnum og straumum samtíma síns og orti hér í stíl við það sem skáld gerðu í nágrannalöndunum um þetta leyti.6 Úrslitasaga allrar sögu Píslarsaga Jesú er til í fjórum útgáfum, einni í hverju guðspjalli. Snemma var farið að skeyta saman hinum fjórum píslarsögum í einn, samfelldan texta. Þannig var orðum Jesú, sem er misjafnlega greint frá í guðspjöllunum, raðað upp svo að úr urðu sjö orð. Þrjú þeirra eru tekin úr Lúkasarguðspjalli, 1., 3. og 7. orðið, þrjú úr Jóhannesarguðspjalli, 2. 5. og 6. orðið. Eitt er tekið úr Matteusar- og Markúsarguðspjalli, 4. orðið.7 Hallgrímur fylgir samantekt píslarsögunnar sem samstarfsmaður Lúthers, Jóhannes Bugenhagen, hafði tekið saman og snemma var þýdd á íslensku og prentuð í handbókum fyrir presta.8 I Passíusálmunum vill Hallgrímur segja þessa sögu. Um leið vill hann íhuga söguna í þeim tilgangi að læra af henni hverju eigi að trúa, hvernig eigi að breyta og hvers menn megi vona. Að hans mati er Píslarsagan engin venjuleg saga heldur er hún sagan af úrslitaatburði allrar sögu, þegar Guð sjálfur háði lokabaráttuna um manninn og vann þá baráttu mannkyni til heilla: „Dauðinn tapaði en Drottinn vann, dýrlegan sigur gaf mér þann.“ (3.8) Þegar hann íhugar þessa sögu er hann engan veginn hlutlaus áhorfandi heldur sér hann atburði Píslarsögunnar eins og þeir eigi sér stað samtímis í fortíð og nútíð. Atburðir guðspjallanna eru vissulega atburðir liðinnar sögu en þeir eru meira en liðin saga. Þeir eru eilífir atburðir og gildi þeirra er ekki einvörðungu hið sögulega gildi heldur hafa þeir eilíft gildi sem raunhæfist við það að þeir fá að gerast í lífi okkar, næstum því inni í okkur. Þetta sjónarmið endurómar yfirlýsingu séra Einars Sigurðssonar í Eydölum í jólakvæði hans „Nóttin var sú ágæt ein“ þar sem hann segir: „Vil ég mitt 6 Margrét Eggertsdóttir 2005, Barokkmeistarinn. List og lardómur i verkum Hallgríms Péturssonar. Reykjavík. 7 Sjö orð Krists á krossinum eru: 1. Faðir fyrirgef þeim, því að þeir vita ekki, hvað þeir gjöra, (Lúk 23.34) 2. Kona, sjá þar er sonur þinn. Sjá þar er móðir þín. (Jóh 19.26-27) 3. Sannlega segi ég þér: „f dag skalt þú vera með mér í Paradís." (Lúk 23.43) 4. Guð minn, Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig? (Matt 27.46; Mark 15.34) 5. Mig þyrstir. (Jóh 19.28) 6. Það er fullkomnað. Jóh 19.30) 7. Faðir, í þínar hendur fel ég anda minn. (Lúk 23.46) 8 Sjá Einar Sigurbjörnsson 1994, „Píslarsaga og Passíusálmar.“ Ritröð Guðfrœðistofnunar— Studia theologica islandica 9 1994 s. 107-128. 38 J
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.