Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Síða 52
Gunnar J. Gunnarsson, Háskóla Islands
Ungt fólk og trúarbrögð
Rannsókn á lífsviðhorfum og gildismati
framhaldsskólanema
Rannsókn á lífsviðhorfum og gildismati ungs fólks í fjölmenningarsam-
félagi, sem nú stendur yfir, felur meðal annars í sér að sjónum er beint að
nokkrum þáttum sem tengjast trúarbrögðum, áhrifum þeirra á ungt fólk
og viðhorfum þess til trúar og trúarbragða. í þessari grein verður athyglinni
sérstaklega beint að þessum þáttum rannsóknarinnar. Markmiðið er að
skoða viðhorf unga fólksins á grundvelli þeirra gagna sem aflað hefur verið í
rannsókninni, meðal annars hvaða augum þau líta mikilvægi trúar og trúar-
bragða og áhrif þeirra á líf sitt og hver afstaða þeirra er til vaxandi trúarlegs
margbreytileika hér á landi.
Rannsóknin hófst síðla hausts 2010 og er skipulögð sem þriggja ára
verkefni þar sem bæði eigindlegum og megindlegum rannsóknaraðferðum
er beitt. Nálgunin er þverfagleg og samanstendur rannsóknarhópurinn af
fólki með ólíkan fræðilegan bakgrunn (trúaruppeldisfræði, uppeldisfræði,
fjölmenningarfræði og hugmyndasaga). Þátttakendur í rannsókninni auk
mín eru Gunnar Finnbogason, Hanna Ragnarsdóttir og Halla Jónsdóttir,
öll starfandi á Menntavísindasviði Háskóla Islands. Markmiðið með rann-
sókninni er að kanna lífsviðhorf og lífsgildi ungs fólks í samfélagi marg-
breytileika og fjölmenningar.
Megindlegur hluti rannsóknarinnar felst í því að valdir voru sjö ólíkir
framhaldskólar, þrír í Reykjavík og fjórir úti á landi. Nemendur, 18 ára og
eldri, í þessum skólum voru síðan beðnir um að svara spurningalistum með
77 fullyrðingum sem þeir áttu að taka afstöðu til. Notaður var svokallaður
Likert-kvarði þar sem þátttakendur gátu lýst sig mjög sammála, frekar
sammála, frekar ósammála og mjög ósammála eða merkt við veit ekki.1
Samtals svöruðu 904 nemendur spurningalistunum, 491 stelpa (54,3%)
1 Likert 1932.
50
1