Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Page 54
reynslu og aðstæður. Fólk þrái að finna lífi sínu merkingu og með því að túlka
líf sitt og tilvist leitast það við að gera lífið og tilveruna skiljanlegri.7 Þegar
Gravem skilgreinir hugtakið tilvistartúlkun talar hann um manninn sem
merkingarleitandi veru. Fólk leitist við, bæði sem einstaklingar og sameigin-
lega með öðrum, að túlka sjálft sig og tilveru sína á margvíslegan hátt út frá
menningu og lífsháttum.8 Skeie og Fiaakedal, sem einnig hafa fjallað um
tilvistartúlkunarhugtakið, leggja áherslu á að tilvistartúlkunin sé ferli sem
allaf eigi sér stað í félagslegu og menningarlegu samhengi.9 Hugtökin tilvist-
artúlkun og tilvistarspurningar tengjast þannig þeim skilningi á manninum
að hann leitist stöðugt við að skapa lífi sínu merkingu og tilgang. Tillich hélt
því fram að leitin eftir merkingu væri grundvallaratriði í lífi nútímafólks.10
Með vaxandi fjölhyggju og fljótandi og óljósari viðmiðunarrömmum fjöl-
menningarsamfélagsins hefur umræðan um merkingarkreppu aukist. Berger
og Luckmann (1995) halda því fram að leitin eftir merkingu sé meðal
brýnustu viðfangsefna í nútíma samfélögum.* 11 Hugtökin tilvistartúlkun og
tilvistarspurningar tengjast einnig þeim skilningi á menningu að hún feli í
sér það sem er merkingargefandi, að hún snúist meðal annars um það sem
við tengjum merkingu og gildi við og feli í sér leiðir til að skapa og staðfesta
þá merkingu. Menning er sögulega miðlað mynstur merkingar og gilda sem
hefur tekið á sig mynd í táknum, eða kerfi lífsviðhorfa og venja, sem hópur
fólks skírskotar til þegar það skilur og skipuleggur líf sitt í samfélagi með
öðrum.12
Þegar kemur að spurningunni um áhrif trúar og trúarbragða í lífi ungs
fólks verða kenningar um veraldarvæðingu (e. secularization) samfélagsins13
og af-veraldarvæðingu (e. desecularization)14 einnig mikilvægar, ásamt
umræðu um áhrif margbreytileika og fjölhyggju í samfélaginu og lífi
fólks.15 Upp úr miðri síðustu öld sáu margir fyrir sér að áhrif trúarbragða
og trúarstofnana í samfélaginu myndu smám saman fjara út, bæði á hinu
7 Hartman 1986a, 1986b, 2000.
8 Gravem 1996.
9 Skeie 1998, 2002b; Haakedal 2004.
10 Tillich 1957.
11 Berger og Luckmann 1995.
12 Geertz 1973; Parekh 2006.
13 Berger 1969; Luckmann 1977.
14 Berger 1999; Woodhead og Heelas 2000
15 Berger og Luckman 1995; Skeie 2002b.
52