Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Qupperneq 60
þjóðkirkjuna (76,8%) og lúthersku fríkirkjurnar (5,7%) samkvæmt þjóð-
skrá.32 Enn fremur er athyglisverður sá fjöldi sem kýs að tilgreina sig utan
trúfélaga eða sem trúlaus (26,4%), en samkvæmt opinberum tölum eru
4,9% þjóðarinnar skráð utan trúfélaga. Það er þó ekkert því til fyrirstöðu
að tilgreina trúleysi en vera um leið skráður í eitthvert trúfélag. Einnig er
áhugavert að skoða muninn sem er á milli kynjanna, en 34,8% strákanna
sem svöruðu sögðust utan trúfélaga eða trúlausir á móti 19,4% stelpna.
Eftirfarandi umfjöllun um helstu niðurstöður rannsóknarinnar er skipt í
tvennt, annars vegar eru skoðaðar niðurstöður sem tengjast áhrifum trúar-
bragða í lífi og viðhorfum þátttakenda og hins vegar afstaða þeirra til ýmissa
hliða trúarlegs margbreytileika.
Áhrif trúarbragða
Fyrst verður athyglinni beint að nokkrum fúllyrðingum sem snúast um áhrif
trúarbragða. Sú fyrsta er um mikilvægi trúarbragða í samfélaginu: „Mér finnast
trúarbrögð mikilvæg í samfélaginu.“ I ljós kemur að meirihlutinn eða 58,4%
eru frekar eða mjög ósammála en 31,5% mjög eða frekar sammála (tafla 2).
Tafla 2: Mér finnast trúarbrögð mikilvæg í samfélaginu
Fjöldi % Samanlögð %
Mjög sammála 61 6,8 6,8
Frekar sammála 220 24,6 31,5
Frekar ósammála 269 30,1 61,6
Mjög ósammála 253 28,3 89,9
Veit ekki 90 10,1 100,0
Alls 893 100,0
Munur milli kynjanna er nánast enginn, en þegar svörin eru skoðuð út
frá tilgreindri trúfélagsaðild kemur í ljós að þeir þátttakendur sem sögðust
tilheyra þjóðkirkjunni/lútherskum kirkjum/kristni eru líklegri til að merkja
við mjög eða frekar sammála (39%) en þeir sem sögðust utan trúfélaga eða
trúlaus (11%). Af þeim sem tilheyra öðrum trúarbrögðum eða trúfélögum
eru 40% mjög eða frekar sammála fullyrðingunni.
Næsta fullyrðing snýst um mikilvægi trúarlegrar iðkunar: „Trúarleg
iðkun (t.d. bæn) hefur mikla þýðingu fyrir mig.“ í töflu 3 sést að aðeins
18,7% voru mjög eða frekar sammála en 75,1% mjög eða frekar ósammála.
32 Hagstofan 2012b
58
A