Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Side 61
Tafla 3: Trúarleg iðkun, t.d. bæn hefúr mikla þýðingu fyrir mig
Fjöldi % Samanlögð %
Mjög sammála 55 6,1 6,1
Frakar sammála 113 12,6 18,7
Frekar ósammála 200 22,3 41,0
Mjög ósammála 474 52,8 93,8
Veit ekki 56 6,2 100,0
Alls 898 100,0
Samanburður milli kynja sýnir að stelpur eru líklegri til að vera mjög eða
frekar sammála (22%) heldur en strákar (15%) Enn fremur kemur í ljós að
þau sem tilheyra þjóðkirkju/lútherskum kirkjum/kristni eru líklegri til að
merkja við mjög eða frekar sammála (24%) en þau sem sögðust vera utan
trúfélaga eða trúlaus (5%). Af þeim sem tilheyra öðrum trúarbrögðum eða
trúfélögum eru 28% mjög eða frekar sammála fullyrðingunni. Þrátt fyrir
þetta er meirihluti þeirra sem tilheyra trúfélögum ósammála fullyrðingunni.
Ein af fullyrðingunum á spurningalistanum snerist um áhrif trúarbragða
á viðhorf þátttakenda: „Trúarbrögð hafa haft mikil áhrif á viðhorf mín.“ í
töflu 4 sést að niðurstöðurnar eru svipaðar og í svörunum við fullyrðingunni
um trúarlega iðkun.
Tafla 4: Trúarbrögð hafa haft mikil áhrif á viðhorf mín
Fjöldi % Samanlöeð %
Mjög sammála 61 6,8 6,8
Frakar sammála 114 12,7 19,5
Fekar ósammála 243 27,1 46,7
Mjög ósammála 409 45,6 92,3
Veit ekki 69 7,7 100,0
Alls 896 100,0
Aðeins 19,5% eru mjög eða frekar sammála fullyrðingunni á móti 72,7%
sem eru mjög eða freka ósammála. Enginn munur er á milli kynjanna, en
þegar horft er á trúfélagsaðild sjást svipaðar niðurstöður og í svörunum í
síðustu tveim fullyrðingunum. Unga fólkið sem tilheyrir þjóðkirkju/lúth-
erskum kirkjum/kristni er líklegra til að merkja við mjög eða frekar sammála
(22%) en þau sem sögðust vera utan trúfélaga eða trúlaus (10%). Hlutfall
þeirra sem eru mjög eða frekar sammála er þó lang hæst meðal þeirra sem
sögðust tilheyra öðrum trúarbrögðum/trúfélögum eða 40%. Þrátt fyrir þetta
59