Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 62
er meirihluti þeirra sem tilheyra trúfélögum eða trúarbrögðum ósammála
fullyrðingunni.
Á spurningalistanum var ein fullyrðing sem tengist trúarþörf fólks:
„Manneskjan þarf alltaf eitthvað til að trúa á.“ Tafla 5 sýnir að nú eru
viðbrögð á annan veg en við undangegnum fullyrðingum (töflur 2-4).
Tafla 5: Manneskjan þarf alltaf eitthvað til að trúa á
Fjöldi % Samanlögð %
Mjög sammála 231 25,8 25,8
Frekar sammála 302 33,7 59,4
Frekar ósammála 151 16,8 76,3
Mjög ósammála 144 16,1 92,3
Veit ekki 69 7,7 100,0
Alls 897 100,0
Að þessu sinni er meirihlutinn (59,4%) mjög eða frekar sammála og
minnihlutinn því mjög eða frekar ósammála (32,9%). Stelpur eru líklegri
til að vera mjög eða frekar sammála (66%) heldur en strákarnir (52%). Þau
sem sögðust tilheyra þjóðkirkju/lútherskum kirkjum/kristni eru líklegri til
að merkja við mjög eða frekar sammála (68%) en þau sem sögðust vera
utan trúfélaga eða trúlaus (38%). Helmingur eða 50% þeirra sem sögðust
tilheyra öðrum trúarbrögðum/trúfélögum voru mjög eða frekar sammála
fullyrðingunni.
Ein fullyrðinganna á spurningalistanum snerist um mikilvægi sann-
færingar um lífsviðhorf: „Það skiptir máli að vera sannfærður um lífsviðhorf
sitt eða trú og lifa samkvæmt því.“ Tafla 6 sýnir að mikill meirihluti er mjög
eða frekar sammála fullyrðingunni (81,2%).
Tafla 6: Það skiptir máli að vera sannfærður um lífsviðhorf sitt eða trú
og lifa samkvæmt því
Fjöldi % Samanlögð %
Mjög sammála 386 43,0 43,0
Frekar sammála 342 38,1 81,2
Frekar ósammála 53 5,9 87,1
Mjög ósammála 28 3,1 90,2
Veit ekki 88 9,7 100,0
Alls 897 100,0
60