Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Side 63
I svörum við þessari fullyrðingu kom hvorki fram munur milli kynja né
eftir tilgreindri trúfélagsaðild.
Meðal þeirra fullyrðinga sem segja má að tengist áhrifum trúarbragða var
fullyrðing um spurninguna um tilvist guðs: „Spurningin um tilvist guðs er
mjög áhugaverð spurning.“ Tafla 7 sýnir að meirihlutinn (58,6%) er þeirrar
skoðunar að svo sé.
Tafla 7: Spurningin um tilvist guðs er mjög áhugaverð spurning
Fjöldi % Samanlögð %
Mjög sammála 292 32,7 32,7
Frekar sammála 231 25,9 58,6
Frekar ósammála 120 13,4 72,0
Mjög ósammála 153 17,1 89,1
Veit ekki 97 10,9 100,0
Alls 893 100,0
Þegar tekið er saman þau sem merktu við mjög eða frekar sammála er
munurinn milli kynja tiltölulega lítill. Hins vegar ef tekið er saman þau
sem merktu við mjög eða frekar ósammála þá merkja fleiri strákar við þá
möguleika (36,3%) en stelpur (25,7%). Á móti er algengara að stelpur
merki við veit ekki (14,2%) heldur en strákar (6,8%).
Nokkrar fullyrðingar tengdust spurningum um trú og vísindi. Áhugavert
er að skoða þær í sambandi við spurninguna um áhrif trúarbragða. Ein
þeirra var: „Spurningin um upphaf alheimsins er íyrst og fremst vísindaleg
og hefur ekkert með trúarbrögð að gera“.
Tafla 8: Spurningin um upphaf alheimsins er fyrst og fremst vísindaleg
og hefur ekkert með trúarbrögð að gera
Fjöldi % Samanlögð %
Mjög sammála 388 43,2 43,2
Frekar sammála 220 24,5 67,7
Frekar ósammála 107 11,9 79,6
Mjög ósammála 51 5,7 85,3
Veit ekki 134 14,7 100,0
Alls 898 100,0
Eins og sjá má á töflu 8 eru um tveir þriðju eða 67,7% mjög eða frekar
sammála þessari fullyrðingu og 17,6% eru mjög eða frekar ósammála.
Athygli vekur hve mörg merkja við veit ekki eða 14,7%. Algengara er að