Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 65
aðeins 22,3% þeirra sem tilheyra þjóðkirkju/lútherskum kirkjum/kristni
sem merktu við þann kost.
í þessu samhengi er áhugavert að skoða hvernig þátttakendur brugðust
við fullyrðingunni: „Vísindin eru líkleg til að svara öllum spurningum sem
skipta máli fyrir mannkynið.“ Niðurstöðurnar sýna að tiltrú meirihluta
unga fólksins til vísindanna er mikil, en 59% merktu við mjög eða frekar
sammála en 28,7% við mjög eða frekar ósammála (tafla 10).
Tafla 10: Vísindin eru líkleg til að svara öllum spurningum sem skipta
máli fyrir mannkynið
Fjöldi % Samanlögð %
Mjög sammála 217 24,1 24,1
Frekar sammála 314 34,9 59,0
Frekar ósammála 117 19,0 78,0
Mjög ósammála 87 9,7 87,7
Veit ekki 111 12,3 100,0
Alls 900 100,0
Munurinn milli kynja birtist í því að 50,1% stelpna merkja við mjög eða
frekar sammála en 69,5% stráka. Enn eru strákarnir eindregnari í því að
merkja við mjög sammála, en 34,4% þeirra merkja við þann möguleika á
móti 15,4% stelpna. Trúfélagsaðild hefur áhrif en 54,1% þeirra sem kváðust
tilheyra þjóðkirkju/lútherskum kirkjum/kristni merkja við mjög eða frekar
sammála og 55% þeirra sem tilheyra öðrum trúarbrögðum eða trúfélögum.
Af þeim sem sögðust vera utan trúfélaga/trúlaus merktu aftur á móti 72,9%
við mjög eða frekar sammála.
Samantekt um áhrif trúarbragða
Meirihluti unga fólksins er þeirrar skoðunar að manneskjan þarfnist alltaf
einhvers til að trúa á og að það sé mikilvægt að vera sannfærður um lífs-
viðhorf sitt og trú og lifa samkvæmt því. En um leið er meirihlutinn ekki
þeirrar skoðunar að trúarbrögð séu mikilvæg í samfélginu, trúarleg iðkun
hefur ekki mikla þýðingu fyrir þau og trúarbrögð hafa ekki haft mikil áhrif
á viðhorf þeirra. Tiltrú á vísindum virðist mikil hjá meirihluta hópsins og
spurningin um uppruna heimsins er fyrst og fremst vísindaleg spurninga
að mati meirihlutans. Þá hafa helgirit trúarbragðanna ekki mikið gildi á
dögum vísindalegrar þekkingar, en aftur á móti er spurningin um tilvist
guðs áhugaverð í augum margra.
63