Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 66
Munurinn milli kynja er áhugaverður þar sem stelpurnar virðast líklegri
en strákarnir til að fallast á mikilvægi trúarbragða og gildi trúarlegrar iðkunar.
Tiltrú á vísindum virðist aftur á móti meiri hjá strákum en stelpum. Þá er
sá munur sem kemur fram eftir tilgreindri trúfélagsaðild einnig áhugaverður
og hann sýnir að unga fólkið er upp að vissu marki sjálfu sér samkvæmt
á þann veg að þau sem segjast tilheyra trúfélögum eru líklegri til að meta
mikilvægi trúarbragða og trúarlegrar iðkunar en þau sem segjast vera utan
trúfélaga eða trúlaus. Samt sem áður er meirihluti þeirra sem segjast tilheyra
trúfélögum eða trúarbrögðum ósammála fullyrðingum sem fela í sér mikil-
vægi trúarbragða og gildi trúarlegrar iðkunar.
Trúarlegur margbreytileiki
Víkjum þá að trúarlegum margbreytileika en hann hefur, eins og fram hefur
komið, aukist í íslensku samfélagi á undanförnum árum. Trúar- og lífsvið-
horf fólks eru margvísleg og í hugum sumra eru þau einkamál. Kenningar
um veraldarvæðingu samfélagsins fólu gjarnan í sér að trúarbrögð og hið
trúarlega færðist yfir á svið einkalífsins.33 Viðbrögð við nokkrum stað-
hæfmgum á spurningalistanum gefa tilefni til að draga ályktanir um hvaða
augum unga fólkið lítur þetta. Ein fullyrðinganna sem þátttakendur tóku
afstöðu til var: „Öðrum kemur ekki við hver trúarbrögð mín eða lífsviðhorf
«
eru .
Tafla 11: Öðrum kemur ekki við hver trúarbrögð mín eða lífsviðhorf eru
Fjöldi % Samanlögð %
Mjög sammála 292 32,6 32,6
Fremur sammála 294 32,8 65,3
Fremur ósammála 172 19,2 84,5
Mjög ósammála 42 4,7 89,2
Veit ekki 97 10,8 100,0
Alls 897 100,0
Um tveir þriðju eða 65,3% voru mjög eða frekar sammála fullyrðingunni.
Enginn munur var á milli kynja í svörunum. Munur eftir trúfélagsaðild er
ekki mikill en þó kemur í ljós að þau sem kváðust utan trúfélaga eða trúlaus
eru ívið líklegri til að vera mjög eða frekar sammála (69%) heldur en þau
sem tilgreindu einhver trúfélög eða trúarbrögð (63%).
33 Sjá t.d. Berger 1969; Luckmann 1977.
64