Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Síða 67
Svör við fullyrðingunni „Ég velti ekki fyrir mér hverrar trúar fólk er“
sýna að meirihlutinn eða 77,4% er annað hvort mjög eða frekar sammála
(tafla 12).
Tafla 12: Ég velti ekki fyrir mér hverrar trúar fólk er
Fjöldi % Samanlöeð %
Mjög sammála 440 48,8 48,8
Frekar sammála 237 28,5 77,4
Frakar ósammála 124 13,8 91,1
Mjög ósammála 66 7,3 98,4
Veit ekki 14 1,6 100,0
Alls 901 100,0
Svolítill munur er á milli kynja þar sem 80% stelpna eru mjög eða frekar
sammála fullyrðingunni en 74% stráka. Enginn munur er eftir trúfélags-
aðild.
Að sama skapi virðist vitneskja um trú eða trúarafstöðu vina ekki skipta
miklu máli í augum þátttakenda. Mikill meirihluti lýsti sig ósammála stað-
hæfingunni „Mér finnst mikilvægt að vita hverrar trúar vinir mínir eru.“
Niðurstöðurnar má sjá í töflu 13.
Tafla 13: Mér fínnst mikilvægt að vita hverrar trúar vinir mínir eru
Fjöldi % Samanlögð %
Mjög sammála 28 3,1 3,1
Frekar sammála 101 11,3 14,4
Frekar ósammála 267 29,8 44,1
Mjög ósammála 454 50,6 94,8
Veit ekki 47 5,2 100,0
Alls 897 100,0
Um 80% þátttakenda lýstu sig mjög eða frekar ósammála. Enginn munur
milli kynja eða eftir trúfélagsaðild kom í ljós.
Það má draga þá ályktun af þremur síðastnefndum fullyrðingum (töflur
11-13) að meirihluti þátttakenda líti á trúarafstöðu sem einkamál eða að
vitneskja um hana skipti ekki máli, hvorki um afstöðu vina né annarra. Um
leið finnst unga fólkinu lærdómsríkt að eiga vini með ólíkan bakgrunn eins
og fram kemur í viðbrögðum við fullyrðingunni: „Mér finnst lærdómsríkt
að eiga vini af ólíkum uppruna.“ Yfirgnæfandi meirihluti er mjög eða frekar
sammála eða 83,3% (tafla 14).
65