Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Side 68
Tafla 14: Mér finnst lærdómsríkt að eiga vini af ólíkum uppruna
Fjöldi % Samanlögð %
Mjög sammála 395 43,8 43,8
Frekar sammála 356 39,5 83,3
Frekar ósammála 35 3,9 87,1
Mjög ósammála 14 1,6 88,7
Veit ekki 102 11,3 100,0
Alls 902 100,0
Hér kemur nokkur kynjamunur í Ijós en 87,7% stelpna eru mjög eða
frekar sammála fullyrðingunni á móti 77,9% stráka. Munur eftir tilgreindri
trúfélagsaðild er lítill. Viðbrögð við annarri skyldri fullyrðingu, „Það er
gefandi að umgangast fólk sem hefur aðrar skoðanir en ég,“ eru svipuð.
Yfirgnæfandi meirihluti merkir við mjög eða frekar sammála eða 89,7%.
I framhaldi af þessu er áhugavert að skoða afstöðu til ólíkra trúarbragða
og trúarhefða. Nokkrar fullyrðingar snerust um atriði sem tengjast því efni.
Ein þeirra var á þessa leið: „Það er sjálfsagt að taka tillit til ólíkra hefða fólks
eftir menningu og trú.“ Tafla 15 sýnir mjög eindregna afstöðu, en langflestir
þátttakendur (88,3%) eru sammála fullyrðingunni, 50,2% mjög sammála
og 38,1% frekar sammála.
Tafla 15: Það er sjálfsagt að taka tillit til ólíkra hefða fólks eftir menn-
ingu og trú
Fjöldi % Samanlögð %
Mjög sammála 451 50,2 50,2
Frekar sammála 342 38,1 88,3
Frakar ósammála 39 4,3 92,7
Mjög ósammála 27 3,0 95,7
Veit ekki 39 4,3 100,0
Alls 898 100,0
Um 91% stelpnanna merkja við mjög eða frekar sammála en um 84%
strákanna. Munur eftir tilgreindri trúfélagsaðild er enginn.
Þáttakendur voru einnig beðnir að taka afstöðu til fullyrðingarinnar „Það
er sjálfsagt að öll trúfélög fái að blómstra og meðal annars reisa bænahús.“
í töflu 16 sést að þrátt fyrir að meirihlutinn (61,3%) sé mjög eða frekar
sammála eru 24,4% mjög eða frekar ósammála og 14,3% merkja við veit
ekki.
66