Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Síða 69
Tafla 16: Það er sjálfsagt að öll trúarbrögð fái að blómstra og meðal
annars reisa bænahús.
Fjöldi % Samanlögð %
Mjög sammála 233 26,0 26,0
Frekar sammála 317 35,3 61,3
Frekar ósammála 112 12,5 73,8
Mjög ósammála 107 11,9 85,7
Veit ekki 128 14,3 100,0
Samtals 897 100,0
Það er áhugavert að bera þessar niðurstöður saman við svör við full-
yrðingunni um að það sé sjálfsagt að taka tillit til ólíkra hefða fólks eftir
menningu og trú þar sem 88,3% voru mjög eða frekar sammála. Ef til vill
hefur umræðan um byggingu mosku í Reykjavík á árinu 2011 haft einhver
áhrif á afstöðu þátttakendanna þar sem bygging bænahúss er nefnd í full-
yrðingunni. Munur milli kynja í svörum við þessari fullyrðingu er lítill
og tilgreind trúfélagsaðild hefur ekki áhrif. Svipaðar niðurstöður má sjá
í svörum við fullyrðingunni: „Það er óheppilegt fyrir íslenskt samfélag ef
önnur trúarbrögð en kristni eflast.“ Þar merktu 61,7% við mjög eða frekar
ósammála og aðeins 15,5% voru mjög eða frekar sammála. Athygli vekur
að 22,8% eru ekki viss sem er óvenju hátt hlutfall í samanburði við svör
við öðrum fullyrðingum á spurningalistanum.
Einn þáttur margbreytileikans er klæðaburður og tákn sem tengjast
trúarbrögðum og hafa mál tengd því stundum komið til umræðu, a.m.k.
í nágrannalöndunum. Ein fullyrðinganna á spurningalistanum snerist um
klæðaburð múslima-kvenna: „Stelpa sem er múslimi á rétt á að hafa slæðu í
tímum í skólanum.“ Á töflu 17 sést að um það bil þrjú af hverjum fjórum
(76,5%) eru mjög eða frekar sammála. 12,5% eru mjög eða frekar ósam-
mála.
Tafla 17: Stelpa sem er múslimi á rétt á að hafa slæðu í tímum í skólanum
Fjöldi % Samanlögð %
Mjög sammála 471 52,4 52,4
Frekar sammála 217 24,1 76,5
Frekar ósammála 45 5,0 81,5
Mjög ósammála 67 7,5 89,0
Veit ekki 99 11,0 100,0
Alls 899 100,0
67