Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Page 70
Munur milli kynja er lítill og tilgreind trúfélagsaðild virðist ekki hafa áhrif
á hvernig svarað er. Áhugavert er að bera saman viðbrögðin við þessari full-
yrðingu og tveimur öðrum en þar eru niðurstöðurnar svipaðar. Þannig voru
78,3% rnjög eða frekar sammála fullyrðingunni: „Fólk má klæða sig eins og
það vill af trúarlegum ástæðum“ og 73,4% voru mjög eða frekar sammála
fullyrðingunni: „Það er í lagi að nemendur hafi húfu í tímum í skólanum.“
Ein fullyrðinganna á listanum snerist um að bera á sér trúartákn: „Það
fer í taugarnar á mér þegar fólk ber á sér trúartákn.“ Hér er afstaðan mjög
eindregin, 56,2% eru mjög ósammála og 26,1% frekar ósammála. Aðeins
9,4% eru mjög eða frekar sammála (tafla 18).
Tafla 18: Það fer í taugarnar á mér jegar fólk ber á sér trúartákn
Fjöldi % Samanlögð %
Mjög sammála 27 3,0 3,0
Frekar sammála 57 6,4 9,4
Frekar ósammála 233 26,1 35,5
Mjög ósammála 501 56,2 91,7
Veit ekki 74 8,3 100,0
Alls 892 100,0
Hér er hvorki munur á milli kynja né eftir tilgreindri trúfélagsaðild.
Samantekt um trúarlegan margbreytileika
Þegar ofangreindar niðurstöður eru skoðaðar er ljóst að mikill meirihluti
unga fólksins er jákvæður gagnvart trúarlegum og menningarlegum marg-
breytileika. Langflest telja sjálfsagt að taka tillit til ólíkra hefða fólks eftir
menningu og trú. Meirihlutinn telur einnig sjálfsagt að öll trúarbrögð fái
að blómstra og reisa sér bæna hús og er ósammála því að það sé óheppilegt
fyrir íslenskt samfélag ef önnur trúarbrögð en kristni eflast. Hlutfallið er þó
heldur lægra en þegar um var að ræða að taka tillit til ólíkra menningarlegra
og trúarlegra hefða fólks. Afstaða meirihlutans til trúarlegs klæðaburðar og
trúartákna er enn fremur sú að fólk eigi að fá að klæðast eins og það vill
af trúarástæðum. Jákvæð afstaða til margbreytileikans birtist einnig í því
að mikill meirihluti unga fólksins telur lærdómsríkt að eiga vini af ólíkum
uppruna og gefandi að umgangast fólk með aðrar skoðanir en það sjálft.
Vitneskja um trúarleg afstöðu eða lífsviðhorf vina og annarra virðist hins
vegar ekki skipta meirihlutann miklu máli og flestum finnst að öðrum komi
ekki við hver trú þeirra eða lífsviðhorf er.
68