Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Side 71

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Side 71
Umræða Niðurstöður úr rannsókninni sem hér hafa verið kynntar sýna að þrátt fyrir að meirihluti þátttakenda sé þeirrar skoðunar að fólk þurfi alltaf eitthvað til að trúa á og að það sé mikilvægt að vera sannfærður um lífsviðhorf sitt eða trú þá virðast trúarbrögð ekki gegna miklu hlutverki þegar þeir túlka líf sitt og reynslu og trúarleg iðkun virðist heldur ekki vera mikilvægur þáttur í lífi þeirra. Með öðrum orðum þegar horft er á tilvistartúlkun34 unga fólksins þá virðast trúarbrögð og trúarlíf ekki gegna þar miklu hlutverki. Þetta á líka við um þau sem sögðust tilheyra tilteknum trúarbrögðum eða trúfélagi. Þrátt fyrir það virðist tilgreind trúfélagsaðild hafa áhrif á viðhorf hluta hópsins á þann hátt að þau sem segjast tilheyra einhverjum trúfélögum eða trúar- brögðum eru líklegri til að telja trúarbrögð mikilvæg í samfélaginu og að þau hafi haft áhrif á viðhorf þeirra, heldur en hin sem segjast utan trúfélaga eða trúlaus. Sama gildir um þýðingu trúarlegrar iðkunar. Greinilegur munur milli kynja kemur fram í svörum við mörgum fullyrðinganna. Mun hærra hlutfall stráka tilgreinir sig utan trúfélaga eða sem trúlausa en í mörgum tilfellum eru stelpur líklegri til að vera sammála fullyrðingum sem fela í sér trúarlega afstöðu eða gildi trúarlegrar iðkunar. Strákar eru aftur á móti líklegri til að vera sammála fullyrðingum sem fela í sér tiltrú á vísindum fremur en trúaratriðum. Hvort ofangreint stafar af því að umgjörð tilvistartúlkun unga fólksins, þ.e. félagslegt og menningarlegt umhverfi þess, sé svo veraldarvætt að trúarbrögðin hafi þar lítinn sess,35 er ekki gott að segja á grundvelli þeirra gagna sem rannsóknin byggir á. Hér vakna líka spurningar um hvort unga fólkið trúi án þess að tilheyra, eða trúi hvorki né tilheyri, eða jafnvel trúi á að tilheyra. Davie áréttar ójafnvægið milli talna um trúfélagsaðild og fjölda þeirra sem í raun láta sig varða trú og trúariðkun og bendir á að meirihluti fólks í Bretlandi haldi áfram að trúa en hafi fyrir löngu tapað raunverulegum tengslum við trúfélagið sem það tilheyrir.36 Voas og Crockett halda því aftur á móti frarn að trú foreldra yfirfærist til barnanna í aðeins í um helmingi tilfella meðan fjarvist trúarbragða í fjölskyldulífinu flytjist nánast allaf milli kynslóða. Því sé yfirfærsla trúar milli kynslóða jafnveik og yfirfærsla þess að tilheyra tilteknum trúarbrögðum eða trúararfleifð.37 Day bendir hins vegar 34 Sbr. Gravem 1996; Hartman 1986a, 1986b, 2000; Skeie 1998, 2002b; Haakedal 2004. 35 Sjá Geertz 1973; Parekh 2006; Berger 1969; Luckmann 1977. 36 Davie 1990, 1994. 37 Voas og Crockett 2005. 69
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.