Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 79
Gunnlaugur A. Jónsson, Háskóla íslands
„Ég var eins og Job...“
Um biblíustef í vitnisburði Elie Wiesels
í minningu hinna dánu1
Um Elie Wiesel hefur verið sagt að hann sé meðal mikilvægustu manna 20.
aldar.2 Og samt var það svo að það var hrein heppni að hann skyldi lifa
lengur en fram á unglingsár. Eins og milljónum annarra Gyðinga í Evrópu
var ætlunin að eyða lífi hans, flytja hann í útrýmingarbúðir þaðan sem
fáir komust lifandi. Þannig fór það líka að meirihluti evrópskra Gyðinga
var myrtur af nasistum og það átti einnig við um stærsta hluta fjölskyldu
Wiesels. En annað átti fyrir honum að liggja. Hann lifði af vistina í
dauðabúðunum og hefur reynst einhver áhrifamesti rithöfundur og mann-
vinur 20. aldar. Hann var enda maklega heiðraður með friðarverðlaunum
Nóbels árið 1986.3 4
Flestar bóka Wiesels, en þær skipta tugum, tengjast á einn eða annan hátt
lífsreynslu hans, erfiðri lífsreynslu og óvenjulegri. Hann hefur sjálfur sagt
að sá sem vilji skilja bækur hans þurfi að hafa lesið þá fyrstu, bókina Nóttý
Bókin kom upphafalega út á frönsku, La Nuit, árið 1958 og var sú
bók raunar að vissu leyti þýðing því að hún var unnin upp úr meira en
800 blaðsíðna löngu riti, Og heimurinn þagði, sem Wiesel hafði skrifað
á jiddísku sem var móðurmál hans, eins og annarra Gyðinga í Austur-
Evrópu. Nótt var þó annað og meira en ný þýðing, hún var mikið stytt
útgáfa og umskrifuð að verulegu leyti einnig. Utgáfa þessarar áhrifamiklu
1 Grein þessi er helguð minningu dr. Jóns Ma. Ásgeirssonar prófessors í nýjatestamentisfræðum
(1957-2012), kærs vinar og starfsbróður, sem var m.a. mikill áhugamaður um gyðingleg fræði.
2 Hér er vitnað í ummæli hins kunna lagaprófessors Alan Dershowitz, The Life and Work of Wiesel.
A Biblical Life: http://www.pbs.org/eliewiesel/life/dershowitz.html (Sótt í september 2012).
3 Sjá ræðu Wiesels, er hann veitti verðlaununum viðtöku, í viðauka í íslensku þýðingunni á
Nóttinni, 2009 s. 185-189.
4 Það er eina bók hans sem komið hefur út á íslensku. Þýðandi er Stefán Einar Stefánsson. Sjá
Wiesel 2009.
77