Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Qupperneq 83
nokkurrar annarrar manneskju. Til þessarar litlu stelpu sem var leidd eins
og saklaust lamb til slátrunar varð mér hugsað er ég gekk framhjá hrúgunni
af barnaskónum í Auschwitz og átti raunar erfitt með að horfa.
Afskipta- og sinnuleysið sem andstæða kærleikans
Hvaða boðskap dregur svo þessi mikli lærdómsmaður og mannvinur af
reynslu sinni andspænis dauða og grimmd útrýmingarbúðanna? Jú, það er
ekki hatrið sem er andstæða kærleikans, það er afskiptaleysið.11 Að vera
afskiptalaus eða sinnulaus um örlög náunga síns, að láta sig hlutskipti hans
engu skipta, það er m.ö.o. verra en að hata hann. Það eru mikil sannindi
fólgin í þessum boðskap Nóbelsverðlaunahafans. Það var afskiptaleysið
sem Wiesel átti erfiðara með að skilja við helförina heldur en hatrið. Af
hverju kom venjulegt, góðhjartað fólk ekki til hjálpar þegar Gyðingar voru
leiddir á brott til slátrunar? Af hverju sprengdu bandamenn ekki upp járn-
brautarteinana sem lágu til Auschwitz?
Og sú hefur verið viðleitni Elie Wiesels lengst af starfsævi sinni sem
rithöfundur að leitast við að koma í veg fyrir að hliðstæðir atburðir endur-
taki sig. Hann telur það skyldu sína að bera vitni um það sem gerðist, tala
máli þeirra sem létu lífið. Barátta hans í þágu friðar, mannúðar og kærleika
þjóða og kynþátta í milli, varð til þess að honum voru veitt friðarverðlaun
Nóbels árið 1986,12 mjög verðskuldað að flestra áliti. Nóbelsnefndin talaði
um hann sem boðbera til mannkyns, eftir reynslu hans af fullkominni
niðurlægingu og fyrirlitningu fyrir mennsku lífi sem hann hafði kynnst í
dauðabúðum Hitlers. Hann nýtur virðingar sem einhver áhrifamesti boðberi
friðar og sátta í samtíð okkar.
Elie Wiesel segist hafa heitið því að vera aldrei þögull nokkurs staðar
þegar mannlegar verur þjást eða eru niðurlægðar. „Við verðum alltaf að taka
afstöðu,“ segir hann. „Hlutleysið hjálpar kúgaranum, aldrei fórnarlambinu.
Þögnin hvetur kúgarann, en aldrei hinn kúgaða.“13
11 Sjá Wiesel, Elie 1978: A Jew Today, s. 183, sami 1999: And the Sea is Never Full, s. 372 og E.
Larsson, 1993: Uppbrottet. Bibelteologisk kommentar till Andra Moseboken, s. 34.
12 Ræðuna sem Elie Wiesel flutti er hann veitti friðarverðlaununum viðtöku er að fmna í íslensku
útgáfu bókarinnar Nœtur, s. 185-190. Sjá E. Wiesel 2009c.
13 Wiesel, Elie 2011. One Generation Ajter. With a New Introduction by the Author, s. X.