Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Page 92
testamentisins. En hlutskipti Sippóru litlu var annað og verra en nöfnu
hennar, sbr. eftirfarandi lýsingu Elie Wiesel í NótP.
„Á sekúndubroti sá ég móður mína, systur mínar, færast til hægri.
Sippóra hélt í höndina á mömmu. Ég sá þær ganga lengra og lengra burt.
Mamma strauk ljósa hárið á systur minni líkt og til þess að vernda hana.
Og ég gekk áfram með pabba, með körlunum. Ég vissi ekki að það var á
þessari stund og þessum stað sem ég fór frá móður minni og Sippóru fyrir
fullt og allt. Ég hélt áfram á göngunni. Faðir minn hélt í höndina á mér.“47
Móse var eins konar fyrirmynd hinna síðari spámanna Gamla testament-
isins og bergmál raddar hans má greina hjá þeim. Rödd Móse blandast
þannig saman við rödd Jeremía spámanns í meðförum Wiesels. Frá Jeremía
sækir hann eins konar bókmenntalykil eða kóða48 sbr. Jer 1.10: „veitir þér
vald ... til að uppræta og rífa niður, til að eyða og umturna, til að byggja
upp og gróðursetja.“ Wiesel fer þessa leið og umturnar ýmsum kunnum
hefðum og trúarstefjum gyðingdóms.
Með sama hætti og helförin verður andstæða Sínaí í meðförum Wiesels
þá snýr hann útvalningunni, einu lykilhugtaki hinna hebresku ritninga
(hebr. bahar), upp í andhverfu sína. Sögusviðið er nýárshátíð Gyðinga
(Rosh Hashanah) í Auschwitz. Þúsundir Gyðinga komnir saman til að fara
með blessunarorð, ritningarorð og önnur orð sem hefð þessa dags bauð. En
Wiesel skrifar:
„Hvernig gat ég sagt við Hann: Blessaður sért þú, Almáttugur faðir,
skapari heimsins, sem valdir okkur af öllum þjóðum heimsins til þess að
verða pyntuð dag og nótt horfa upp á feður okkar, mæður okkar og bræður
lenda í ofnunum? Blessað sé þitt heilaga nafn fyrir að hafa valið okkur til
slátrunar á altari þínu?“49
Hinir sjálfsævisögulegu kaflar Jeremía eru velþekktir og sjálfsævisögu-
formið er það form sem Wiesel velur til að miðla reynslu sinni, en vissulega
valdi hann ýmis önnur form síðar eins og skáldsöguformið, þar sem eigin
reynsla hans skín þó mjög víða í gegn. Frumlegasta formið er raunar frásögn
af púrím-leikriti sem hann nýtir til að vinna úr einni sérstæðustu reynslu
47 E. Wiesel 2009, Nótt, s. 50.
48 Downing, 2008: Elie Wiesel. A Religious Biography, s. 106.
49 E. Wiesel, 2009, Nótt, s. 107. Hér má bæta því við að víða í gyðinglegri hefð, ekki síst eftir
reynslu helfararinnar, er að finna þá ósk að Guð hefði útvalið einhverja aðra. I kvikmyndinni
Jakob lygari (Jakob the Liar, Peter Kassovitz, 199) segir aðalpersónan á einum stað: „Ég veit að
við erum hin útvalda þjóð en ég vildi óska að hinn Almáttki hefði valið einhverja aðra.“ Sjá
Gunnlaugur A. Jónsson 2003. Von íþjáningu, s. 102.
90
A