Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Síða 93
sinni frá Auschwitz þar sem hann varð vitni að því er þrír rabbínar komu
saman til að halda réttarhöld yfir Guði vegna þess óhugnaðar sem þeir urðu
vitni að og reyndu í Auschwitz. Enskur titill bókarinnar er Trial of God
{Réttarhöldin yfir Guði).
„f leikriti mínu sem gefið var út 1979 læt ég Job snúa aftur, svo við
fáum að heyra mótmæli hans,“50 hefur Wiesel sjálfur skrifað um hlut Jobs
í leikritinu. Hugmyndin að draga Drottin fyrir dóm myndar áhugaverða
hliðstæðu milli Jobsbókar og leikritsins. Wiesel fer þá leið að láta leikritið
ekki gerast í nútímanum heldur á 17. öld í þorpinu Shamgorod þar sem
miklar gyðingaofsóknir höfðu átt sér stað árið með þeim afleiðingum að
nær öllum Gyðingum sem bjuggu í þorpinu hafði verið útrýmt. Raunar
er nafnið Shamgorod óbein vísun í Jobsbók eins og Wiesel hefur staðfest í
viðtali við Timothy K. Beal.51 Hebreska orðið „sham“ merkir „þar“ og síðari
hluti staðarnafnsins er dreginn af hebresku sögninni „garad“ sem merkir að
„skafa sig.“ Nafninu er ætlað að vísa í Job 2.8 þar sem segir: „Hann (Job)
tók sér þá leirbrot til að skafa sig með þar sem hann sat á öskuhaugunum.“
En Esterarbók leggur augljóslega sitt af mörkum einnig. Púrímhátíðin
gegnir lykilhlutverki í Réttarhöldunum. Hún er „aflgjafi þess að réttarhöld
eru sett á svið.“52 Og í gyðinglegum sið er Esterarbók tengd púrímhátíðinni
og raunar er það ríkjandi skoðun að megintilgangur bókarinnar sé að leggja
til sögulegan bakgrunn púrímhátíðarinnar. 53
David Blumenthal heldur því fram í bókinni Facing the Abusing God
að leikrit Wiesels sé nútímalegur endurlestur á Jobsbók.54 Robert McAfiee
Brown segir að sé það svo þá megi segja hið sama um spádómsbók Jeremía
og marga af sálmum (Gamla testamentisins). Þar á hann augljóslega við
harmsálmana þar sem hrópið „Hvers vegna?“ er eitt af megineinkennunum.
50 Wiesel, Elie 1999: And the Sea is Never Full, s. 358. Sjá líka velheppnaða BA-ritgerð Odds Bjarna
Þorkelssonar 2011: Réttarhöldin yfir Guði. „Hvar er Guð núna?“ „Hann.? Hann hangir þarna i
gálganu." í ritgerðinni greinir Oddur biblíuleg stef í þessu athyglisverða leikriti Wiesels og fer
þar mest fyrir umræðu um Jobsbók og Esterarbók.
51 Wiesel, Elie and Beal, Timothy K 2005: Matters of Survival: A Conversation, í: Lindafeldt, Tod
(ritstj.) 2000: Strange Fire. Reading the Bible afier the Holocaust, s. 31.
52 Oddur Bjarni Þorkelsson 2011, s. 36.
53 Nánar má fræðast um afstöðu Wiesels til Esterarbókar og tengsl hennar við Púrímhátíðina í bók
hans Sages and Dreamers: Biblical, Talmudic and Hasidic Portraits and Legends. Wiesel 1992, s.
133-151.
54 Blumenthal, David 1993: Facing the Abusing God, s. 250.
91