Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Side 103

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Side 103
aðhylltust. Þórhallur Bjarnarson var einn af forystumönnum frjálslyndu guðfræðihefðarinnar. Sigurbjörn Ástvaldur fylgdi aftur á móti hefðbundnari guðfræði undir áhrifum frá norrænu heimatrúboði.23 Annars áleit Sigurbjörn Ástvaldur að við aðskilnað ætti ríkið að leysa til sín kirkjujarðir endurgjaldslaust ef sú skoðun sem Þórhallur biskup hafði haldið fram árið áður yrði ofaná. En Þórhallur hafði mælt með að hlutdeild í afgjaldi af fornum kirkjueignum ætti að vera háð því að guðfræðideild Háskólans væri falið að annast eða að minnsta kosti hafa eftirlit með menntun allra presta og/eða forstöðumanna safnaða. Þar með taldi Sigurbjörn að hætt væri við að verðandi prestum væru innrættar kenn- ingar sem söfnuðunum kynnu að vera þvert um geð eða prestsefni yrðu látin gjalda skoðana sinna og menntunar hefðu þau sótt undirbúning annað en til deildarinnar.24 Hann óttaðist þannig „guðfræðimenntun ríkisins“.25 Helst vildi Sigurbjörn þó að eignirnar rynnu til lútherskrar fríkirkju í landinu þegar festa væri komin á starf hennar að minnsta kosti í hlutfalli við það hve stór hluti landsmanna teldist til hennar. Önnur „kristin“ trúfélög taldi hann ekki ættu að njóta afraksturs eignanna vegna þess að þá væri hætt við að flokkunin yrði svo rúm að fá félög féllu utan hennar.26 Að þessu leyti var hann á öndverðum meiði við Þórhall biskup sem einmitt áleit að túlka bæri á víðtækan hátt hvað fælist í einkunninni „kristinn“. Ljáð máls á aðskilnaði Á synódus 1912 fjallaði Kjartan Helgason (1865-1931) í Hruna um hvernig taka skyldi á skilnaðarkröfunni einkum með hliðsjón af fyrirlestri sem FriðrikJ. Bergmann (1858-1918) prestur í Vesturheimi hafði flutt um endurnýjun kirkjunnar á prestastefnu ári áður.27 Hefur þetta erindi Kjartans nokkra sérstöðu í kirkjulegri umræðu á þessu skeiði.28 Kjartan rakti þá miklu umræðu sem verið hafði um skilnaðarmálið undangengin ár. Taldi hann að af umfjöllun landsmálablaða, ályktunum 23 Pétur Pétursson 2000: 226—229. 24 Sigurbjörn Á. Gískson 1912b: 89. í fyrri grein hafði höf. rakið sögu aðskilnaðarmálsins. Sigurbjörn Á. Gíslason 1912a. 25 Sjá Skilnaður ríkis og kirkju 1912: 104. 26 Sigurbjörn Á. Gíslason 1912c. 27 Prestastefnan í Reykjavík 1911: 153. Prestastefnan í Reykjavík 1912: 158. 28 Að mati Friðriks J. Bergmann hafði Kjartan „sýnt meiri árvekni og viðleitni til að glæða trúarlífið í söfnuðum sínum en nú eru dæmi til um nokkurn prest á landinu.“ Friðrik J. Bergmann 1901: 190, sjá og 184. 101
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.