Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Page 106

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Page 106
eg, að það væri nærri því þakklætisvert hjá hinu. Ekkert er óyndislegra en algerlega gróðurlaust flagið.37 Kjartan áleit þetta þó of harðan dóm yfir kristnilífi í landinu. Kvaðst hann þekkja mörg dæmi um óánægju safnaða með presta en ekki það að mönnum stæði á sama um slíkt ástand og teldu lausnina vera að leggja kristnihaldið niður. Því kvaðst hann viss um að víðast yrði reynt að koma á fríkirkju þrátt fyrir þá fjárhagsörðugleika sem á því kynnu að vera. Þó kvað hann biskup hafa bent á færa leið í því efni í umfjöllun sinni um skilnaðarkjörin og treysti því að Alþingi skildi ekki „mjög ribbaldalega“ við kirkjuna ef til kæmi. Sagði hann sannfæringu sína að leiðin til aðgengilegra skilnaðarkjara væri ekki að berjast móti skilnaði með oddi og egg heldur að láta þjóðina ná vilja sínum, væri það vilji hennar að losna undan þjóð- kirkjuskipaninni.38 Þá taldi hann að hver eyrir sem tekinn væri með valdi til kirkjumála yrði til meira ógagns en gagns enda væri málefni kirkjunnar of göfugt til að þola slíkt ranglæti.39 Kjartan kvaðst þeirrar skoðunar að allir trúflokkar ættu að hafa jafnrétti og mönnum ætti að vera í sjálfsvald sett hvort þeir greiddu til trúmála. Væru þetta enda forsendur raunverulegs trúfrelsis.40 Sjaldgæft var að kirkjumenn ræddu aðskilnað ríkis og kirkju út frá svo eindregnu trúfrelsissjónarhorni.41 37 Kjartan Helgason 1912: 184. Matthías Jochumsson lýsti sig andvígan þessari skoðun. Matthías Jochumsson 1912: 155. Sjá og Á víð og dreif 1913: 194.. 38 Kjartan Helgason 1912:184. 39 Kjartan Helgason 1912: 184-185. 40 Kjartan Helgason 1912: 184. Um andstæða skoðun sjá Á víð og dreif 1913: 195. 41 Það gerði aftur á móti Gísli Sveinsson (1880-1959) lögfræðingur. Hann áleit þjóðkirkjuskipanina í 45. gr. stjómarskrárinnar 1874 brjóta í bága við trúfrelsið sem kveðið var á um í 46. og 47. gr. Stafaði þetta mat öðru fremur af því að hann leit svo á að kirkjuskipanin byndi ríkisvaldið, þ.e. að það öðlaðist trúarlega skilgreinu með henni. Gísli Sveinsson 1914: 200-206. í máli sínu á prestastefnu 1915 vék Sigurður P. Sívertsen (1915b: 186) að afstöðu lögfræðings „sem finnursvo sárt til þess, að ekki sé nóg trúfrelsi í landinu, sér enga útvegi til fulls frelsis nema fríkirkju" og átti þar við skrif Gísla. Gerði Gísli síðar athugasemd við ummæli Sigurðar og sagði m.a.: „En hitt getur engum verið dulið, að frá verzlegu sjónarmiði, frá sjónarmiði leikmanna eingöngu og þeirra (sem æ fjölgar), er vilja láta kirkjuna vera fyrir þá (aðeins), er vilja hafa hana, getur ekki verið um frelsi að tala í trúmálefnum - „trúfrelsi" - á meðan eitt eða neitt kirkjufélag er stutt og því haldið uppi af allsherjarfé, með ýmsum fleiri hlunnindum. Þá fyrst er lagalegur og formlegur jöfnuður, er kirkjan er að fullu og öllu laus við ríkið, eða það laust við hana öllu heldur, nema að því leyti, sem hvern annan félagsskap í landinu snertir. Gjísli] Sjveinsson] 1915: 277. Sjá og G[ísli] Svjeinsson] 1913: 98. Hér taldi Gísli sig ekki vera að taka afstöðu til fríkirkju eða þjóðkirkju út frá kostum þeirra og göllum „... heldur um stjórnmálalegt (pólitískt) f'yrirkomulag á þessum málum yfirleitt. Og þessu sjálfsagða frelsi kemur ekkert við „frelsi“ eða „ófrelsf í skoðunum, sem kann að ríkja eða ekki ríkja innan hinna einstöku safnaða eða kirkjufélaga, jafnvel fríkikjufjelaga 104
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.