Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Side 117

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Side 117
þær voru um landið kann svo að hafa farið þegar til lengdar lét að kirkjan hefði hagnast á að halda forræði yfir kirkjueignunum. Það er því torvelt að meta hvort kirkjan hefur hagnast eða skaðast af samkomulaginu frá 1907 og nýrri formgerð þess tæpri öld síðar. í öllu falli verður ekki á það fallist að sú staðreynd að tekjugrunni kirkjunnar var raskað til frambúðar og henni gert ókleift að verða sjálfbær hefði eignasafn hennar vaxið að verðmætum hafi aukið sjálfstæði hennar andspænis ríkisvaldinu. Þvert á móti virðist óhjákvæmilega vera um skerðingu á sjálfstæði að ræða óháð hvort breytingin sem í samkomulaginu fólst hafi bætt fjárhagsstöðu kirkjunnar eða ekki. Tvíhliða samningur þjóðkirkjunnar og ríkisvaldsins 1997 og 1998 leiddi umræðuna um kirkjueignirnar til lykta. Upp á síðkastið hefur hún þó fengið nýja vídd er vaxandi þrýstingur hefur komið fram um að öll evangelísk- lúthersk trúfélög eigi með réttu tilkall til hinna fornu kirkjueigna eins og gerð er grein fyrir í næstsíðustu greininni í þessum flokki. I upphafi 20. aldar voru skoðanir skiptari í þessu efni. Þeir sem skemmst vildu ganga töldu að eignirnar væru áfram í höndum lútherskra manna einna. Aðrir litu svo á að öll kristin trúfélög ættu að fá hlutdeild í afgjaldi af þeim. Þann flokk fyllti meðal annarra Þórhallur Bjarnarson. Hann taldi auk þess að skilgreina bæri einkunnina „kristinn“ á sem víðtækastan hátt er líkast til hefði leitt til að öll trúfélög í landinu hefðu notið þeirra. Þá voru þeir sem töldu öll trúfélög burtséð frá kenningu eiga að öðlast hlut í eignum. Þess sinnis var nefnd á vegum neðri deildar Alþingis 1909 sem og Jón Ólafsson ritstjóri. Lengst gengu loks þeir sem töldu að ríkið ætti við aðskilnað að taka til sín kirkjueignirnar án endurgjalds. Nýlega hafa forystumenn evangelísk-lútherskra fríkirkjusafnaða síðan gert kröfu til að söfnuðir þeirra fái hlutdeild í afrakstri fornra kirkjueigna þar sem þeir standi innan lúthersku kirkjunnar. Þetta sjónarmið er í takt við íhaldssamasta sjónarmiðið hér að ofan. Á miðöldum voru svokallaðar kirkjujarðir í eigu einstakra kirkjubygginga og höfðu þær verið gefnar við byggingu kirknanna, vígslu eða síðar þeim til viðhalds og rekstrar. Við siðaskipti hélst sóknarskipan landsins í stórum dráttum óröskuð þótt kirkjum fækkaði þegar frá leið. Rekstur kirknanna var áfram svipaður og verið hafði á miðöldum og fluttust eignirnar frá einni kirkju til annarrar ef sóknir voru sameinaðar og guðshús lögð af. Rekstrargrundvelli sóknarkirkna skyldi í engu raskað enda samræmdist það ekki guðfræði siðaskiptanna. Konungur rýrði hins vegar eignasöfn biskups- stólanna en biskupar skyldu ekki njóta sömu þjóðfélagsstöðu og verið 115
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.