Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Page 131
er dómur Drottins fallinn og skýr fyrirmæli um hvernig hann skuli birtur
öllum kynstofninum og höfuðættum. Yfir kynstofnum og höfuðættum eru
öldungaráð og það eru þau sem þurfa að ganga fram og samþykkja dóminn.
Sú athöfn og framkvæmd dóms Drottins er svo lýst í Jósúa 7:16 - 26.
Þessi frásögn er athyglisverð fyrir tvennt. í fyrsta lagi sýnir hún okkur
herforingja yfir sameinuðum her margra ættbálka sem þarf að halda uppi aga.
I öðru lagi, hann kunngjörir dóm Drottins í stað þess að kveða hann upp
sjálfur. Akan brýtur gegn sáttmála Drottins við þjóðina, þvert ofan í fyrirmæli
herstjórnarinnar, en í stað þess að á hann falli hefnd með venjulegum hætti
ættbálkasamfélagsins, er hann dæmdur af Drottni. Hér kemur dómsvald Guðs
í stað hefndarinnar. Sé svo textinn grannskoðaður kemur í ljós að þennan
kafla má nota sem réttarfarslegt fordæmi (réttarheimild) um hvernig fara skuli
með afbrot af þessu tagi, þ. e. þegar bannhelgi (tabú) er brotin. Sagan er hluti
lögmálsins. En líka má skoða, að Jósúa gengur lengra en Drottinn mælir fyrir
um, hann lætur brenna konu og börn Akans líka. Hvers vegna? Ástæðan liggur
í augum uppi, hann er áður búinn að fá alla með hefndarskyldu til að sætta sig
við dóm Drottins, en hann treystir því ekki að börnin fylgi því um alla framtíð.
Vanhugsuð hefndaraðgerð af þeirra hálfu mundi ógna friði ættbálkanna. Að
þeim gengnum eru síðustu leifar hefndarskyldunnar eftir föður þeirra þurrkaðar
út um alla framtíð. Jósúa er í miðju stríði og tekur enga áhættu.
Margur sannkristinn maðurinn fær dálítil ónot af því að lesa slíka texta
Biblíunnar um hefnd og réttlæti.21 Sumir réttrúnaðarmenn líta á þessa texta
sem algildan boðskap Guðs,22 en í umfjöllun um þá má ekki gleyma félags-
legum aðstæðum þess fólks sem fékk þá fyrst í hendur og hver tilgangurinn
var að afhenda einmitt þessu fólki þennan boðskap.
Trúarríkið
í Hebreabréfinu 10:30 og í fimmtu Mósebók 32:35 segir: Mín er hefndin,
ég mun endurgjalda. I Sálmunum 36:7 segir: Réttlœti þitt er sem hæstu fjöll,
dómarþínir sem reginhaf. Mönnum og skepnum hjálparþú, Drottinn. Hvernig
samrýmast þessir textar? Þeir sem túlka þá þannig að Guð sé hefnigjarn, eiga
mjög erfitt með að koma þessum textum saman í eina heildstæða meiningu.
Séu þeir skoðaðir í samhengi við þjóðfélagið í upphafi eingyðistrúar sem
21 Apressyan, R. G., 2009: „Revenge Is Mine, I Will Repay“, On the Normative Contexts and
Associations of the Commandment „Resist Not Evil“. Russian Studies in Philosophy, Volume
48, 8 - 27.
22 Donne, J. and H. Alford, 1839: The works ofjohn Donne. With a memoir ofhis life. Vol. 2, Parker.
129