Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Side 132
er ættbálkasamfélagið, falla þeir hver að öðrum í eina heild sem kalla má
trúarríkið eða réttarríki Guðs. Mín er hefndin, ég mun endurgjalda hefur
ekki þá merkingu að Guð muni hefna sín á þér fyrir hvert þitt afbrot,20
sú hefnd sem þér ber að annast samkvæmt þinni hefndarskyldu tekur Guð
til sín, þér er bannað að hefna án hans tilstillis. Réttlæti þitt er sem hæstu
fjöll, dómar þínir sem reginhaf; þýðir að Guð er æðsti dómari, hann er
eðli máls samkvæmt einn, æðsti dómari getur ekki verið margir guðir. I
þessu samhengi birtist samfélag þar sem dómsvald Drottins er komið í stað
blóðhefndarinnar. Drottinn sér um hefndina, hún er frá þér tekin og menn
hefna sín ekki á Guði. Á þetta ber að líta sem gríðarlega siðbót, væntanlega
þá stærstu siðbót sem mannkyn hefur öðlast.
í hirðingjaþjóðfélaginu komu sífelldar blóðhefndir í veg fyrir sameiningu
ættbálka í þjóðríki. Hebrear voru hvorki fyrstir né einir til að skilja þetta,
þar sem sterkir herkonungar töku völdin, settu þeir stundum lög og tóku
dómsvaldið til sín og notuðu það til að halda blóðhefndum í skefjum. En
sú réttarhefð dó með þessum konungum.23 Hjá Hebreum kemur fram nýtt
afl, nægilega sterkt til að gera siðbótina varanlega, trúin á einn Guð, þetta
er sérstaða Hebrea umfram aðrar þjóðir og dómsvald Jahve er sérstaða hans
umfram aðra Guði. Að fórna blóðhefndinni og gangast undir úrskurðarvald
Drottins og réttlæti hans, sameinar hina 12 kynstofna Hebrea svo Jósúa
vinnur landið helga með hinum sameinaða her tiltölulega auðveldlega að því
virðist. Þetta gerist aftur, 2000 árum seinna, þegar Múhameð sameinar araba
undir þetta sama úrskurðarvald hins sama Drottins og þeir leggja undir sig
öll nágrannalöndin og Norður-Afríku allt til Spánar á örskömmum tíma.
Á eftir eingyðistrúnni koma trúarlegir dómstólar, síðar lögmálið, eða
lagasafn trúarríkisins. I slíku trúarsamfélagi getur engin ein félagsheild
(kynstofn) vikist undan skyldum sínum við Guð, það kostar stríð. En
sundurlyndisfjandinn er áfram við lýði, björninn er greinilega ekki unninn
með trúnni einni. Biblían skýrir frá slíku og enn er ekkert dregið undan.
Atvikið er níðingsverk Benjamíníta í borginni Gíbeu á saklausri konu eins
og Dómarabókin 20:12 - 13 segir frá. Krafist er framsals óbótamannanna
en Benjamínítar neita. Eftir fylgir stríð Benjamíníta gegn öllum hinum
ættbálkum Israels (Dómarabókin 20:24 - 28) og eru tölur um fallna í tugum
þúsunda. En æðsti presturinn, Pínehas Eleasarson Aronssonar, heldur stríðinu
23 Hugsanlega eru Egyptar undantekning frá þessu. Egyptar höfðu mjög sterkt konungsvald og
einhver lög, það er þó óljóst hvernig lög og dómstólar voru, eða hvort eiginleg lagahefð sem gekk
frá konungi til konungs var til.
130